Elísabet Gunnarsdóttir fjármálastjóri ásamt öðrum starfsmönnum stéttarfélaganna kölluðu Aðalstein Árna upp á aðalfundi Framsýnar til að þakka honum fyrir samstarfið og störf hans í þágu félagsins um leið og hún færði honum gjöf frá samstarfsfólkinu á skrifstofunni. Aðalsteinn Árni hefur verið forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna í 30 ár en hann tók formlega við sem forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna 2. maí 1994. Aðalsteinn Árni þakkaði fyrir sig og sagði að það hefði verið bæði ánægjulegt og eins gefandi að starfa fyrir stéttarfélögin í þrjá áratugi.