Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því endurbæta sumarhús Starfsmannafélags Húsavíkur á Eiðum ásamt nokkrum öðrum húsum sem eru í eigu aðildarfélaga BSRB. Skipt verður um ofna í sumarhúsi STH þar sem tengja á hitaveitu inn í húsið, nýjum gluggatjöldum verður komið fyrir að hluta, komið verður fyrir heitum potti og nýjum rafmagnsmæli. Kostnaður félagsins hleypur á nokkrum milljónum. Orlofssjóður félagsins mun fjármagna verkefnið. Verklok eru áætluð síðar í þessum mánuði og mun húsið fara í útleigu til félagsmanna 1. júlí. Vonir eru bundnar við að hægt verði að lengja leigutímann fram á haustið eftir breytingarnar enda verður húsið eins og nýtt eftir framkvæmdirnar.