Vigfús Þór hættir í stjórn Þingiðnar

Á aðalfundi Þingiðnar síðasta mánudag var m.a. gengið frá kjöri á nýjum stjórnarmönnum. Vigfús Þór Leifsson sem verið hefur í stjórn félagsins síðustu 18 ár gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu enda að komast á aldur. Núverandi formaður, Jónas Kristjánsson, þakkaði Vigfúsi fyrir samstarfið í gegnum tíðina og vel unnin störf í þágu félagsins og þar með félagsmanna.  

Deila á