Félagsmenn Framsýnar eiga aðild að öflugum fræðslusjóðum í gegnum þá kjarasamninga sem félagið á aðild að. Þessar greiðslur geta verið allt að kr. 170.000 á ári. Uppsafnaður þriggja ára réttur getur orðið mest kr. 510.000,-. Til viðbótar þessum góða rétti stendur félagsmönnum Framsýnar til boða að fá sérstakan styrk úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 130.000,-. Sumir segja að það sé best að búa í Kópavogi meðan aðrir segja að það sé best að vera félagsmaður í Framsýn. Að sjálfsögðu tökum við heilshugar undir það.