Aðalfundur STH

Hér með er boðað til aðalfundar Starfsmannafélags Húsavíkur þriðjudaginn 28. maí 2024. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26. Aðalfundur er æðsta vald félagsins og skal hann haldinn ár hvert fyrir lok maí.

Dagskrá:

a) Kjör á starfsmönnum fundarins
b) Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
c) Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til afgreiðslu
d) Ákvörðun félagsgjalds
e) Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarskrifstofu
f) Lagabreytingar, ef þær liggja fyrir
g) Kosning stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna samkvæmt 8. grein
h) Kosning fulltrúa í orlofsnefnd, ferðanefnd og starfskjaranefnd
i) Kosning fulltrúa á þing BSRB
j) Ákvörðun um laun stjórnar, annarra stjórna, ráða og nefnda
k) Önnur mál

Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um starfsemi félagsins. Boðið verður upp á hefðbundnar veitingar.

Stjórn STH

Deila á