Það er gjörsamlega allt brjálað að gera í Heimabakaríi við laufabrauðsgerð þessa dagana. Ekki er ólíklegt að búnar verði til um 35 þúsund kökur fyrir þessi jól enda laufabrauðið frá Heimabakaríi landsþekkt fyrir gæði. Read more „Hvar er hveitið?“

Það er gjörsamlega allt brjálað að gera í Heimabakaríi við laufabrauðsgerð þessa dagana. Ekki er ólíklegt að búnar verði til um 35 þúsund kökur fyrir þessi jól enda laufabrauðið frá Heimabakaríi landsþekkt fyrir gæði. Read more „Hvar er hveitið?“
Framsýn stóð fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gærkvöldi. Framsýn á aðild að samningnum. Þrátt fyrir slæmt veður gerðu menn sér ferð á fundinn enda mikilvægt að fólk sé vel inn í sínum málum er varðar kjör og réttindi á vinnumarkaði. Read more „Blendnar tilfinningar hjá starfsmönnum sveitarfélaga“
Nokkrir nemendur úr Framhaldsskólanum á Húsavík komu í heimsókn í gær á Skrifstofu stéttarfélaganna til að fræðast um starfsemi félaganna og almennt um atvinnulífið. Gestirnir fengu kynningu auk þess sem þeir voru duglegir að bera fram spurningar um atvinnulífið enda voru þau að vinna verkefni tengdu heimsókninni. Sjá myndir: Read more „Nemendur FSH í kynningu“
Ráðstefna jafnréttisnefndar ASÍ um vinnumarkaðinn og jafnréttisbaráttuna var haldin 12. nóvember s.l. Þar voru haldin fjölmörg erindi sem öll áttu það sameiginlegt að fjalla um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Read more „Færri feður taka fæðingarorlof“
Framsýn boðaði til fundar með starfsmönnum G&M á Þeistareykjum í vikunni. Pólska fyrirtækið hefur síðustu mánuði unnið að því að byggja upp stöðvarhúsið á Þeistareykjum. Hlé verður gert á uppbyggingunni um áramótin en síðan verður verkinu haldið áfram á nýju ári. Tæplega 80 pólskir starfsmenn hafa komið að verkinu fram að þessu. Á fundinum í gær var gengið frá kjöri á trúnaðarmanni, kosningu hlaut Lukas Lenarczyk. Read more „Fundað á Þeistareykjum“
Hafsteinn Viktorsson hefur verið ráðinn sem forstjóri PCC BakkiSilicon frá og með mars 2017. Hafsteinn mun þó koma til starfa fyrr og starfa sem framkvæmdastjóri tæknisviðs frá júní 2016. Read more „PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík ræður yfirmenn“
Hefð er fyrir því innan stéttarfélagsins Framsýnar að halda veglega upp á síðasta fund ársins sem haldinn verður föstudaginn 4. desember í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Hátíð í bæ“
Óhætt er að segja að ályktun Framsýnar um kjör öryrkja, aldraðra og atvinnuleitenda hafi hitt í mark. Fjölmiðlar hafa fjallað mikið um ályktunina auk þess sem fjöldi fólks hefur sett sig í samband við forstöðumenn Framsýnar og þakkað fyrir stuðning félagsins sem sé ómetanlegur. Read more „Ályktun hittir gjörsamlega í mark“
Kristín Njálsdóttir forstöðumaður fræðslusjóðsins Landsmenntar var á Húsavík á dögunum. Á meðfylgjandi mynd er hún að fara yfir málefni sjóðsins með stjórnarformanni sjóðsins Aðalsteini Árna Baldurssyni. Read more „Farið yfir málin“
Ragnar Þorsteinsson bóndi í Sýrnesi í Aðaldal kom við á Skrifstofu stéttarfélaganna með dagatal sem hann hefur hannað og prýðir myndir sem hann tók af íslenskum lömbum, það er mynd af lambi fyrir hvern mánuð. Dagatalið er allt hið glæsilegasta og er til sölu hjá honum á kr. 2000 sem er gjafverð fyrir fallegt dagatal. Read more „Áhugavert dagatal til sölu“
Framsýn í samstarfi við lögregluna á Húsavík og Þekkingarnet Þingeyinga stendur fyrir dyravarðanámskeiði um helgina. Níu væntanlegir dyraverðir taka þátt í námskeiðinu frá Húsavík, Þórshöfn og úr nærliggjandi sveitum. Read more „Dyravarðanámskeið í gangi“
Starfsmannafélag Húsavíkur stóð fyrir kynningarfundi um nýgerðan kjarasamning félagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Fundurinn var haldinn í fundarsal stéttarfélaganna. Eftir kynningu á samningnum fór fram atkvæðagreiðsla um samninginn. 18 greiddu atkvæði, já sögðu 17 og einn seðill var auður. Read more „Samningur samþykktur hjá STH“
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti í kvöld að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem tekið er undir með þeim hópum í þjóðfélaginu sem hafa gleymst þegar kemur að því að hækka launakjör fólks í landinu. Hér er verið að tala um aldraðra, öryrkja og atvinnuleitendur. Sjá ályktun: Read more „Styðja baráttu aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda“
Nærri 100 útlendingar eru um þessar mundir að störfum hjá ýmsum aðilum í Þingeyjarsýslum, sem launþegar hjá fyrirtækjum sem eru undirverktakar til dæmis við mannvirkjagerð á svæðinu. Mikið er umleikis nyrðra um þessar mundir, svo sem við virkjun á Þeistareykjum og þá eru framkvæmdir við byggingu kísilvers PCC á Bakka við Húsavík komnar vel af stað. Read more „Löglegt en pirrandi“
Almennur félagsfundur vegna bæjarstarfsmanna ofl. innan Starfsmannafélags Húsavíkur verður haldinn í fundarsal stéttarfélagana þann 26 nóvember. Fundurinn hefst kl kl.17:30. Sjá dagskrá: Read more „Bæjarstarfsmenn – áríðandi fundur“
Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni hefur Starfsgreinasamband Íslands sem Framsýn á aðild að gengið frá kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Read more „249 félagsmenn á kjörskrá – gerðu athugasemdir við kjarasamninginn“
Framsýn boðar til fundar í samstarfi við stjórnendur verktakafyrirtækisins G&M fimmtudaginn 26. nóvember kl. 15:30 í kaffistofu starfsmanna á Þeistareykjum. Farið verður yfir samkomulag Framsýnar og G&M varðandi launakjör pólskra starfsmanna við byggingu stöðvarhússins á Þeistareykjum. Read more „Fundur með pólskum starfsmönnum“
Um þessar mundir stendur yfir fiskvinnslunámskeið á vegum Ísfélags Vestmannaeyja en námskeiðið hófst í morgun með erindi frá formanni Framsýnar um réttindamál á vinnumarkaði. Á námskeiðinu verður m.a. farið yfir vinnuverndarmál, réttindamál á vinnumarkaði, markaðsmál, líkamsbeitingu og hreinlætismál. Read more „Fiskvinnslufólk á námskeiði“
Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir opnum fundi í morgun í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna í samstarfi við Jafnréttisstofu. Fundurinn heppnaðist afar vel en um 80 konur og karlar mættu til fundarins. Read more „Fjölmenni á fundi um kosningarétt kvenna“
Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: Read more „Staðfest – Skrifað undir kjarasamning í kvöld“