Á þriðja þúsund heimsóknir á dag inn á Heimasíðu stéttarfélaganna

Samkvæmt vefmælingum fóru 3,688 einstaklingar inn á heimasíðu stéttarfélaganna í síðustu viku. Heimsóknirnar voru 4,351 frá þessum aðilum. Þar af fóru heimsóknirnar upp í 2.200 yfir einn sólarhring í vikunni sem er ótrúlegt ekki síst þar sem um heimasíðu stéttarfélaga er um að ræða. Heimasíðan blandar saman fréttum af starfi stéttarfélaganna og fréttum úr samfélaginu, greinilegt er að lesendur síðunnar kunna vel að meta þessa blöndu. Af þeim sem skoðuðu síðuna í síðustu viku voru 64,9% nýjir lesendur sem er magnað.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Eins og sjá má á þessu yfirliti eru fjölmargir gestir sem heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna á hverjum degi. Þá er fólk nokkuð duglegt við að senda pósta á starfsmenn og þakka þeim fyrir líflega síðu. Hér má t.d. sjá póst frá einum gesti sem skoðaði síðuna fyrir helgina; Verð að hrósa ykkur fyrir nýju heimasíðuna, festist þar alveg í ½ tíma.

Deila á