Framkvæmdir standa nú yfir við Húsavíkurhöfn þar sem unnið er að því að lagfæra höfnina. Einnig er hafin jarðgangnagerð í gegnum Húsavíkurhöfða og vegaverð að iðnaðarlóðunum á Bakka. Eftirlitsfulltrúar Framsýnar voru á ferðinni og tóku þessar myndir við það tækifæri.
Byrjað er á göngunum í gegnum Húsavíkurhöfða.
Hér verður gangnamuninn Bakka megin, það er í Laugardalnum. Ánægjulegt er að sjá að verktakinn hlífir gamalli kartöflugeymslu sem er í jaðrinum á veginum.
Hér eru starfsmenn LNS Saga að vinna við að lengja grjótvarnargarð frá Bökugarði að gangnamunanum. Til þess eru notaðar stórar vinnuvélar.
Öflugur bor er notaður við verkið.
Sturla Fanndal starfsmaður LNS Saga fór yfir framkvæmdirnar með formanni Framsýnar og eftirlitsfulltrúa stéttarfélaganna. Sturla er ættaður frá Húsavík.
Aðkeyrslan að göngunum verður nánast í fjöruborðinu.
Hér er verið að vinna að því að tengja nýja veginn frá göngunum í Laugadal að iðnaðarlóðunum á Bakka.
Búið er að opna grjótnámu austan við Húavíkurfjall. Grjótið verður notað í varnargarð við göngin að sunnanverðu.
Farið þið frá, hér eru vinnandi menn á ferð. Já það er eins gott að vera ekki fyrir á athafnasvæðinu enda allt á fullu.
Farmur losaður utan við höfnina í uppfyllingu.
Mötuneyti starfsmanna við hafnarframkvæmdirnar og Húsavíkurgöng er ekkert slor. Konurnar í mötuneytinu tendra fram góða rétti til handa starfsmönnum. Þær voru ánægðar með sig þegar eftirlitsfulltrúi stéttarfélaganna kom við hjá þeim eftir að hafa skoðað athafnasvæðið undir leiðsögn yfirmanna LNS Saga á staðnum. Að sjálfsögðu var honum boðið í hádegisverð.