Það hefur verið afar fallegt vetrarveður undanfarna daga sem skiptir miklu máli, ekki síst fyrir þá sem koma að uppbyggingunni á „stór Húsavíkursvæðinu“. Meðfylgjandi myndir voru teknar af starfsmönnum á Þeistareykjum, vetrarríkinu þar og fallegu landslagi sem reyndar er að mestu undir snjó en fallegt samt. Sjá myndir teknar í gær.