Hvetja til samstöðu með VR í komandi kjaraviðræðum við SA

Framsýn stóð fyrir tveimur fundum um kjaramál í gær. Annars vegar var fundur haldinn á íslensku og hins vegar á ensku. Þetta skipulag var viðhaft til að gefa sem flestum kost á að hafa áhrif á kröfugerð Framsýnar og stefnu félagsins varðandi samstarf við önnur stéttarfélög og landssambönd í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Greinilegt var á fundunum að menn leggja mikið upp úr góðu samstarfi við VR og Eflingu enda öflugustu stéttarfélögin innan Alþýðusambands Íslands hvað stærð varðar. Eftir góðar og málefnalegar umræður samþykkti fundurinn að senda frá sér svohljóðandi ályktun:

„Félagsfundur Framsýnar stéttarfélags, haldinn 18. september 2018, samþykkir að fela stjórn félagsins að leita allra leiða til að sameina aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Samstaðan er forsendan fyrir árangri. 

Fram að þessu hefur sambandið verið klofið þegar komið hefur að gerð kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum. Stéttarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa farið fram undir merkjum Flóabandalagsins meðan önnur stéttarfélög innan sambandsins, svo kölluð landsbyggðarfélög, hafa unnið saman í kjaraviðræðum. 

Framsýn stéttarfélag hefur lengi haldið því fram að klofningurinn hafið komið niður á baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. Láglaunafólk hefur miklar væntingar til næstu kjarasamninga og því er afar mikilvægt að aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands myndi breiðfylkingu til sóknar í kjara- og réttindabaráttu félagsmanna.  

Þá hvetur Framsýn stéttarfélag til samstarfs við VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna til að ná þessum markmiðum fram. Takist að sameina slagkraft Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands íslenskra verslunarmanna gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum er það vænlegast til árangurs í þeirri mikilvægu kjarabaráttu sem framundan er.“

(málverk með frétt, Ingvar Þorvaldsson)

 

Nýr forstjóri PCC á Bakka

Jökull Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri kísilmálmverksmiðju PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson lætur af störfum sem forstjóri en sinnir áfram verkefnum fyrir félagið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Jökull hefur starfað sem framleiðslustjóri PCC frá 2016. Hafsteinn hefur á sama tíma verið forstjóri og leitt byggingu og gangsetningu kísilverksmiðjunnar. Í fréttatilkynningunni kemur fram að Hafsteinn starfi áfram fyrir félagið, einkum að verkefnum sem lúta að mögulegri stækkun verksmiðjunnar.

Fyrri ofn verksmiðjunnar var gangsettur 30. apríl og framleiðir nú á fullum afköstum, þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika. Seinni ofninn var gangsettur um síðustu mánaðarmót.

Félagar í Þingiðn

Miðstjórn Samiðnar verður á Húsavík fimmtudaginn 20. september. Félagsmönnum Þingiðnar er velkomið að koma á fund með þeim kl. 17:00. Kjaramál verða til umræðu og komandi kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins auk þings Alþýðusambands Íslands sem haldið verður í október.  Félagar látum sjá okkur.

Stjórn Þingiðnar

 

Áríðandi félagsfundur í dag kl. 17:00 um kjaramál

Framsýn boðar til fundar í dag, þeiðjudag, um kjaramál og mótun kröfugerðar. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna og hefst kl. 17:00. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna og hafa þannig áhrif á kröfugerð félagsins. Tillaga liggur fyrir fundinum um að fela Starfsgreinasambandi Íslands og Verslunarmannafélagi Húsavíkur samningsumboð félagsins.

A general meeting about wage- and work related issues

Framsýn labour union invites members to a meeting about wage- and work related issues on Tuesday 18th of September at 20:00 in the unions conference room at Garðarsbraut 26. The meeting is for members who work according to the collective agreements Framsýn has with SA Confederation of Icelandic Enterprise and are working on the general labour market.

Agenda:

  1. The shaping of demands for the comming collective agreements negotiations with SA Confederation of Icelandic Enterprise.
  2. Other issues.

It is important that union members attend the meeting and take part in shaping the demands.

Framsýn labour union.

ASÍ-UNG ályktar um áherslur ungs fólks í aðdraganda kjaraviðræðna

Á nýafstöðnu þingi ASÍ-UNG mátti greina mikinn samhug og baráttuvilja hjá ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Málþing um hlutverk stéttarfélaga og þær áherslur sem ungt fólk vill sjá í komandi kjarasamningum bar einna hæst á þinginu. Framsýn átti þrjá fulltrúa á þinginu sem fór vel fram.

Meðfylgjandi ályktun var samþykkt í lok þingsins en hún sýnir ágætlega hvar áherslur ungs fólks innan verkalýðshreyfingarinnar liggja í komandi kjaraviðræðum.

  • Þing ASÍ-UNG ályktar um nauðsyn þess marka skýra stefnu í húsnæðismálum til þess að tryggja ungu fólki húsnæði við hæfi. ASÍ-UNG telur það vera grundvallaratriði að allir hafi möguleika á öruggu búsetuformi sem hentar á viðráðanlegum kjörum.
  • ASÍ-UNG krefst þess að persónuafsláttur verði hækkaður þannig að lágmarkslaun verði skattlaus.

  • ASÍ-UNG krefst þess einnig að aldurstengd launamismunun verði afnumin með öllu enda er hún klárt brot á mannréttindum. Jafnframt gerir ASÍ-UNG kröfu um að ungt fólk eigi sæti við samningaborðið til þess að tryggja hagsmuni þess.

  • ASÍ-UNG leggur ríka áherslu á að vinnueftirlit verði aukið og viðurlög vegna brota á vinnustað verði hert.

  • Þing ASÍ-UNG leggur áherslu á jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Brúa þarf bil milli fæðingarorlofs og leikskóla og auka orlofsrétt vegna vetrarfría í skólum.

 

 

Líða ekki félagsleg undirboð eða brotastarfsemi á vinnumarkaði

Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands komu saman til fundar á Akureyri föstudaginn 7. september og tóku sérstaklega fyrir eftirlit með félagslegum undirboðum og brotastarfsemi á vinnumarkaði. Þá hélt Alþýðusamband Íslands málþing á Akureyri um stöðu fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði hér á landi þar sem fjallað var um gróf brot gegn einstaklingum. Formannafundur Starfsgreinasambandsins krefst þess að stjórnvöld grípi til aðgerða enda hafa stéttarfélögin takmörkuð úrræði til viðbragða. Eftirfarandi var samþykkt í kjölfar formannafundarins.

Félagsleg undirboð og brotastarfsemi verði ekki liðin á vinnumarkaði

Einn fylgifiska stóraukinnar ferðaþjónustu og byggingaframkvæmda síðustu ár eru aukin félagsleg undirboð á vinnumarkaði og bein misnotkun á fólki sem kemur hingað til lands að vinna. Aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa orðið vör við þessa þróun ásamt ótal birtingamynda félagslegra undirboða.

Má þar nefna:

  • Ólöglega sjálfboðaliðastarfsemi
  • Launastuld
  • Ófullnægjandi ráðningasamninga
  • Misnotkun á vinnandi fólki
  • Brot á ákvæðum um hvíldartíma
  • Óviðunandi aðbúnað
  • Misnotkun í tengslum við útleigu íbúðarhúsnæðis í eigu atvinnurekandaFormenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins krefjast þess að stjórnvöld hefji þegar í stað vinnu við úrbætur á sviði eftirlits og lagasetningar og leggist á árarnar með stéttarfélögunum til að uppræta félagsleg undirboð. Það er óþolandi og með öllu ólíðandi að uppsveifla í efnahagslífinu sé að hluta til drifin áfram af misnotkun á vinnandi fólki.Því miður hefur verið misbrestur á þessari samræmingu síðustu misseri og ljóst að flókið getur reynst að samræma svo marga aðila til aðgerða. Nauðsynlegt er að greina hver hefur hvaða heimildir og formgera samráð og samstarf betur. Þá þarf að styrkja stoðir eftirlitsins þannig að fulltrúar viðkomandi stofnana geti einnig haft eftirlit með aðbúnaði og kjörum vegna húsnæðis ef atvinnurekandi er jafnframt leigusali.Þeir atvinnurekendur sem vísvitandi stela launum af starfsfólki standa því einungis frammi fyrir því að þurfa að greiða launin ef upp um þá kemst og viðkomandi starfsmaður krefur þá um launin. Stéttarfélögin gera annars vegar greinarmun á þeim atvinnurekendum sem vegna vanþekkingar greiða rangt og leiðrétta laun gagnvart öllum starfsmönnum eftir athugasemdir og hins vegar þeim atvinnurekendum sem síendurtekið og meðvitað stela launum frá starfsfólki. Hörð refsing verður að fylgja slíku háttalagi.Aðgerðaráætlun gegn mansali: Ein versta mynd félagslegs undirboðs er mansal á vinnumarkaði og hafa stéttarfélögin beðið eftir aðgerðaráætlun síðustu tvö árin. Það er löngu tímabært að stjórnvöld geri það sem til þeirra friðar heyri til að uppræta mansal enda þolinmæði þeirra sem sjá skelfilegar afleiðingar mansals löngu þrotin.
  • Upprætum ólögleg sjálfboðastörf: Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gert samkomulag um hvað telst til vinnu sem greitt skal fyrir. Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands hafa einnig gert með sér svipað samkomulag. Stéttarfélögin hafa ítrekað orðið þess áskynja að atvinnurekendur fara á svig við þennan ramma og lög sem gilda um endurgjald fyrir vinnu. Það er sjálfstætt verkefni að rannsaka sjálfboðastörf hér á landi, sérstaklega í landbúnaði og ferðaþjónustu. Rík áhersla á sjálfboðaliðastörf í þessum atvinnugreinum grafa undan vinnumarkaðnum og samkeppnisstöðu fyrirtækja. Áríðandi er að benda á að sjálfboðaliðar eru oftar en ekki ótryggðir ef eitthvað kemur uppá. Slík brot eru skýr dæmi um félagsleg undirboð sem brýnt er að taka á með fullum þunga og beita sektarákvæðum ef til þarf.
  • Viðbrögð við launaþjófnaði: Að mati SGS er kominn tími til að sérstaklega verði refsað fyrir launaþjófnað með sektargreiðslum. Í dag geta stéttarfélögin einungis gert kröfu um afturvirkar launagreiðslur með dráttarvöxtum.
  • Eftirlit: Samræma þarf og þétta vinnustaðaeftirlit út um allt land. Þegar best hefur til tekist hafa Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, Ríkisskattstjóri, lögreglan og stéttarfélögin sameinast um aðgerðir á ákveðnum svæðum og nýtt þau úrræði sem hver og ein stofnun hefur.
  • Að mati formanna Starfsgreinasambands Íslands er ekki nóg að gert. Þörf er á grettistaki af hendi stjórnvalda við að berjast gegn ótal birtingamyndum félagslegra undirboða.

Víða réttað um helgina í Þingeyjarsýslum

Það verður mikið réttað um helgina. Húsvíkingar rétta á laugardaginn kl. 14:00. Á svipuðum tíma verður réttað í Tungugerðisrétt á Tjörnesi og í Skógarétt í Reykjahverfi. Að morgni sunnudags verður svo réttað í Hraunsrétt í Aðaldal og síðar sama dag í Mánarrétt á Tjörnesi. Örugglega verður réttað á fleiri stöðum í Þingeyjarsýslum en að framan greinir.

 

 

Opinn kynningarfundur á Húsavík

Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits Umhverfisstofnunar og umhverfisvöktunar hjá PCC BakkiSilicon hf. Fundurinn verður haldinn í sal Framsýnar að Garðarsbraut 26, Húsavík, fimmtudaginn 6. september næstkomandi kl. 17:00.

Dagskrá:

-Guðbjörg Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun kynnir eftirlit Umhverfisstofnunar.

-Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun kynnir niðurstöður úr eftirliti með PCC á Bakka.

-Elma Sif Einarsdóttir frá PCC kynnir niðurstöður umhverfisvöktunar.

-Erlingur E. Jónasson frá PCC flytur erindi.

Umræður verða að loknum framsöguerindum.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta.

Take part in the collective agreement claims

Take part in the collective agreement claims.

Framsýn labour union has begun preparations for collective agreements claims for upcoming negotiations between Framsýn and SA – Confederation of Icelandic enterprise. The current collective agreements are over at the end of this year.
Framsýn labour union challenges union members to express their views to the union before 12th of September via email (kuti@framsyn.is).

Here are some questions for consideration:

  • What should be the minimum monthly wage?
  • Should young people get lower salary than 20 years old people and older?
  • Should the next pay rise be a percentage rise or flat sum rise?
  • Should the monthly tax discount be higher?
  • Should the lowest wage be especially increased?
  • Should the working day be shorter but the salary still the same?
  • Should full shiftwork be considered 85% job?
  • Should the next collective agreement be short or long?
  • Should interest- and child benefits rise?
  • Should the employer´s contribution to the pension funds rise?
  • Should the emphasis be on the elderly and persons unable to work?
  • Should courses and education be evaluated and be a basis for higher salary?
  • Should the indexation be abolished?

Those are only samples of questions regarding the upcoming negotiations. What would you like to be the emphasis of Framsýn´s demands? Your opinion matters. Hand in your proposals and have an impact.

Góðgerðarleikur fyrir Gunnstein – Geisli A gegn Ofur Geisla

Í dag miðvikudag klukkan 19:00 mun knattspyrnulið Geisli A mæta stjörnuprýddu liði sem Guðmundur í koti er búin að safna saman í góðgerðarleik fyrir Geislamanninn okkar Gunnstein sem greindist með Hvítblæði fyrr á þessu ári. Sagan segir að Guðmundur hafi náð nokkrum þekktum knattspyrnumönnum úr alþjóðabótboltanum í sitt lið. Leikurinn fer fram á Ýdalavelli og lofa veðurguðirnir góðu veðri á svæðinu síðdegis í dag.

í þessu stjörnuprýddi liði verða fyrrverandi leikmenn Geisla ásamt hugsanlega þekktum knattspyrnumönnum í Alþjóðafótbolta. Kynnir á leiknum verður einn af þekktari núlifandi Þingeyingum.

Grillaðar pylsur, drykkir, tónlist, brandarar og almenn gleði.

Frítt verður á viðburðinn en tekið á móti frjálsum framlögum,

Vonandi sjá flestir sér fært að mæta og sjá knattspyrnu á heimsmælikvarða á Ýdalavelli.

Munum eftir veskjunum, margt smátt gerir eitt stórt.

(Þessi frétt er að mestu tekin af 641.is)

Fræðsludagur félagsliða – hefur þú áhuga?

Starfsgreinasamband Íslands og Félag Íslenskra félagsliða boða til fræðsludags félagsliða, fimmtudaginn 20. september í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík. Framsýn auglýsir eftir félagsliðum innan félagsins sem hafa áhuga á því að vera fulltrúar á fundinum fh. félagsins. Áhugasamir eru beðnir um að vera í sambandi við formann Framsýnar, kuti@framsyn.is. Koma svo!!

Dagskrá
10:00 Morgunkaffi
10:30 Kjaramál – veturinn framundan, Drífa Snædal og Sonja Þorbergsdóttir
11:30 Breytingar á námi félagsliða, Þórkatla Þórisdóttir
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinna og barátta félagsliða framundan, unnið úr tillögum frá síðasta fundi
14:00 Hvað er Bjarkarhlíð og fyrir hvern?, Berglind Eyjólfsdóttir og Hafdís
Hinriksdóttir
15:00 Sjálfsstyrking og jákvæð sálfræði, Ragnhildur Vigfúsdóttir
16:00 Dagslok

Auglýsing (PDF)

2,5% atvinnuleysi í júlí

Áætlað er að 212.900 manns á aldrinum 16–74 ára hafi að jafnaði verið á vinnumarkaði í júlí 2018, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands, en það jafngildir 84,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 207.600 starfandi og 5.300 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 82,2% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 2,5%.

Samanburður mælinga fyrir júlí 2017 og 2018 sýnir að vinnuaflið jókst um 11.300 manns en hlutfall þess af mannfjölda hækkaði um 0,7 prósentustig. Fjöldi starfandi jókst um 8.100 manns en þrátt fyrir það þá lækkaði hlutfall þeirra af mannfjölda um 0,6 prósentustig.

Atvinnulausir í júlí 2018 mældust 3.200 fleiri en í sama máuði árið 2017. Hér ber að taka fram að í júlí 2017 voru óvenju fáir án atvinnu og í atvinnuleit samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar, eða 2.100 manns. Alls voru 39.700 utan vinnumarkaðar í júlí 2018 og stendur fjöldinn nánast í stað frá því í júlí 2017 þegar þeir voru 39.500.

Lesa má nánar um framkvæmd og aðferð rannsóknarinnar á vef Hagstofunnar.

Kalla eftir kynslóðaskiptingu í forystu ASÍ

Stjórn og trúnaðráð Framsýnar fundaði í vikunni og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Meðal annars urðu umræður um væntanlegt þing ASÍ og forsetakjör þar sem Gylfi Arnbjörnsson hefur ákveðið að stiga til hliðar og gefa ekki kost á sér áfram. Þegar hafa tveir aðilar tilkynnt framboð sitt, þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og Sverrir Mar, framkvæmdastjóri Afls. Leitað var til formanns Framsýnar að gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ sem hann hafnaði. Umræður urðu um væntanlegt þing og mikilvægi þess að finna sambandinu góðan forseta. Í því sambandi var góður hljómgrunnur fyrir því að ákveðin kynslóðaskipti ættu sér stað í forystusveit sambandsins í haust. Það væri löngu tímabært að velja ungt fólk til forystustarfa fyrir Alþýðusamband Íslands.

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kallar eftir kynslóðaskiptum í forystusveit Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins í október.

 

Jóna hættir sem formaður DVS innan Framsýnar

Jóna Matthíasdóttir formaður deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar hefur skipt um starfsvettvang og er því ekki lengur félagsmaður í Framsýn. Hún hefur hafið störf á sýsluskrifstofunni á Húsavík. Því lætur hún af störfum sem formaður deildarinnar um leið og öðrum trúnaðarstörfum hjá Framsýn og LÍV. Jónína Hermannsdóttir varaformaður deildarinnar tekur við sem formaður fram að næsta aðalfundi í janúar nk. Jónu voru þökkuð vel unnin störf í þágu Framsýnar, hennar verður sárt saknað enda unnið mjög vel að málefnum félagsins og þar með félagsmanna deildarinnar. Jóna þakkaði fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Stjórn Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar er skipuð hörku fólki. Fyrir liggur að finna þarf nýjan formann á næsta aðalfundi deildarinnar þar sem Jóna er ekki lengur gjaldgeng enda ekki lengur í Framsýn.

Hafðu áhrif á kröfugerðina

Framsýn hefur hafið undirbúning að mótun kröfugerðar vegna komandi viðræðna við Samtök atvinnulífsins. Kjarasamningar eru lausir um næstu áramót. Framsýn skorar á félagsmenn að koma sínum skoðunum á framfæri við félagið fyrir 5. september á netfangið kuti@framsyn.is.

Hér koma nokkrar spurningar til umhugsunar:

  • Hver eiga lágmarkslaunin að vera á mánuði?
  • Eiga laun ungmenna að vera hlutfallslega lægri en hjá þeim sem orðnir eru 20 ára?
  • Á að semja um krónutöluhækkun eða prósentuhækkun?
  • Á að hækka persónuafsláttinn?
  • Á að hækka lægstu launin sérstaklega?
  • Á að semja um vinnutíma styttingu fyrir sömu laun?
  • Á full vaktavinna að teljast 85% starf?
  • Á að gera stuttan eða langan kjarasamning?
  • Á að hækka vaxta- og barnabætur?
  • Á að hækka framlög atvinnurekenda í lífeyrissjóði?
  • Á að leggja sérstaklega áherslu á kjör aldraðra og öryrkja?
  • Á að meta námskeið/nám til launahækkana?
  • Á að afnema verðtrygginguna?

Þetta eru ekki tæmandi spurningar. Hverju vilt þú koma á framfæri inn í kröfugerð Framsýnar? Þínar skoðanir skipta máli. Hafðu áhrif og skilaðu inn þínum tillögum.

Samninganefnd Framsýnar stéttarfélags