Ónotaðir flugkóðar

Athygli er vakin á því að ónotaðir flugkóðar fást ekki endurgreiddir sé lengra síðan en ár frá því að þeir voru keyptir. Rétt er líka að benda á að kóðarnir úreldast ekki og því er enn hægt að fljúga á ónotuðum kóðum þó svo þeir hafi verið keyptir fyrir löngum tíma.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Umgengni við sjónvarpstæki í orlofshúsum

Athygli er vakin á því að bannað er að breyta stillingum á sjónvarpstækjum í orlofshúsum/íbúðum stéttarfélaganna. Nokkuð er um að nýir leigjendur geti ekki notað sjónvörpin í íbúðunum vegna þess að fiktað hafi verið í snúrum og stillingum af fyrri leigjendum. Ef svona lagað gerist verður kallaður til viðgerðarmaður á kostnað þess leigjanda sem ber ábyrgðina.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Könnun um stöðu launafólks innan BSRB

ÍSLENSKA

Nú stendur yfir könnun Vörðu um stöðu launafólks og hefur hún verið send rafrænt á tölvupósti til allra félaga. Við hvetjum þig til að svara.

ENSKA

Varða’s survey about the conditions of workers in Iceland is now ongoing and has been sent out to all our members by e-mail. We encourage you participate in the survey.

PÓLSKA

Obecnie przeprowadzana jest ankieta Varða dotycząca sytuacji pracowników, którą wysłano drogą elektroniczną na skrzynki pocztowe wszystkich członków.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Umsóknartímabil í Kötlu félagsmannasjóð

Athygli er vakin á því að yfirstandandi umsóknartímabili í Kötlu félagsmannasjóð lýkur 28. desember næstkomandi. Fyrsta útgreiðsla ársins 2024 verður í febrúar.

Aðild að Kötlu félagsmannasjóði eiga eingöngu starfsmenn sveitarfélaga sem eru félagsmenn aðildarfélaga BSRB 

Nánar má lesa um málið hér.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir

Dagbækurnar eru mættar í hús!

Hinar sívinsælu dagbækur komu í morgun og eru til afgreiðslu á Skrifstofu stéttarfélaganna eins og hefð er fyrir. Nú mega jólin koma!

Hér má sjá handhafa fyrstu dagbókarinnar þetta árið, Jakob Gunnar Hjaltalín en hann átti leið um skrifstofuna og stökk á tækifærið að eignast fyrstu bók þessa árs.

Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir