Endurgreiðslur á flugkóðum

Nú er ljóst að flugi hefur verið hætt milli Reykjavíkur og Húsavíkur, í bili að minnsta kosti. Vafalaust eiga sumir ennþá ónotaða kóða sem keyptir hafa verið með væntingar um að flugi yrði haldið áfram. Hægt er að fá þá kóða endurgreidda með því að framvísa þeim á Skrifstofu stéttarfélaganna eða senda meldingu á alli@framsyn.is. Frestur til þess að fá endurgreiðslu er til 1. maí. Ekki eru þó endurgreiddir kóðar sem eru orðnir eldri en 12 mánaða.

Deila á
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir