Framsýnir bændur

You need to add a widget, row, or prebuilt layout before you’ll see anything here. 🙂

Nokkrir Suður-Þingeyskir bændur hafa tekið höndum saman og plægt og sáð korni í um 40 hektara stykki í landi Laxamýrar á undanförnum dögum. Þessi umfangsmikla sáning tengist verkefni sem Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga hefur haldið utan um síðustu árin um að kaupa, setja upp og reka kornþurrkunarstöð við Húsavík sem mun nýta glatvarma sem verður til vegna kælingar á hitaveituvatninu.

Sannarlega má segja að þessi uppbygging sé spennandi og ánægjulegt að sjá framfarir af þessu tagi hér á svæðinu.

Deila á
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir