Góðar líkur á að skrifað verði undir í dag

Ágætar líkur eru á að skrifað verði undir nýjan kjarasamning síðar í dag eftir langar og strangar samningaviðræður sem hafa síður en svo verið lausar við átök. Formaður Framsýnar fór fyrir vinnu Starfsgreinasambandsins er varða starfsskilyrði fólks í vinnu við ferðaþjónustu. Þrátt fyrir að alvaran sé allt um líkjandi í viðræðum sem þessum er þó hægt að slá á létta strengi annað slagið. Hér má sjá formann Framsýnar, Aðalstein Á. Baldursson og Bjarnheiði Hallsdóttur, formann samtaka ferðaþjónustunnar „takast á“ um niðurstöðu verðandi samninga.

Deila á
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson Fréttir