Skrifað undir samstarfssamning

Lionsklúbbur Húsavíkur og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa sammælst um að standa fyrir forvarnarverkefni gegn ristilkrabbameini á árunum 2012 til 2016. Íbúum á svæðinu sem verða 55 ára á því ári sem skoðunin fer fram verður boðið upp á skoðun án endurgjalds. Svo það sé hægt hefur Lionsklúbburinn fengið nokkra aðila að verkefninu. Í þeim eru aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna sem leggja verkefninu til eina milljón. Read more „Skrifað undir samstarfssamning“

Verður kjarasamningum sagt upp?

Boðað hefur verið til formannafundar á vegum ASÍ í dag kl. 13:00. Til stóð að fulltrúar frá Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar færu á fundinn en vegna veðurs í morgun komust þeir ekki suður og munu því ekki taka þátt í fundinum. Á formannafundinum verður farið yfir forsendur kjarasamninganna og hvort ástæða sé til að segja þeim upp eins og heimilt er að gera enda hafi forsendur ekki staðist. Read more „Verður kjarasamningum sagt upp?“

Dyravarðanámskeið í febrúar

Dyravarðanámskeið verður haldið í sal stéttarfélaganna á Húsavík laugardaginn 11. febrúar 2012 á vegum lögreglunnar á Húsavík og Framsýnar stéttarfélags.  Hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Skrifstofu stéttarfélaganna eða hjá lögreglunni á Húsavík til 7. febrúar. Námskeiðið er félagsmönnum Framsýnar að kostnaðarlausu. Aðrir greiða kr. 5000.  Sjá dagskrá. Read more „Dyravarðanámskeið í febrúar“

Skýr skilaboð á formannafund SGS

Framsýn stóð fyrir góðum félagsfundi í kvöld um kjara- og íbúðamál og urðu hörku umræður um dagskrárliði fundarins. Undir liðnum um kjaramál urðu fjörugar umræður um stöðuna á vinnumarkaðinum og hvort ástæða væri til að segja gildandi kjarasamningum upp eða ekki. Þess má geta að formannafundir á vegum SGS og ASÍ hafa verið boðaðir í Reykjavík á morgun og fimmtudag. Read more „Skýr skilaboð á formannafund SGS“

Félagsfundur í dag

Félagsmenn Framsýnar, munið áríðandi félagsfund í dag um kjaramál og íbúðakaup í Reykjavík. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í dag, þriðjudaginn 17. janúar og hefst kl. 17:15. Fjölmennum. Stjórn Framsýnar

Barnaból fær veglegar gjafir

Börnin á leikskólanum Barnabóli fengu á dögunum óvæntan glaðning, þegar Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi VE, kom í heimsókn hlaðinn veglegum gjöfum; s.s. glænýrri myndavél og leikföngum. Gjafirnar voru keyptar fyrir vinnulaun Sturlu þegar hann leysti af á krana í uppskipun fyrr í haust og mælti svo fyrir um að launin skyldu renna óskipt til Barnabóls. Read more „Barnaból fær veglegar gjafir“

Framsýn boðar til félagsfundar um kjara- og íbúðakaup

Félagsfundur verður haldinn í Framsýn- stéttarfélagi þriðjudaginn 17. janúar kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Málefni fundarins eru kjaramál og kaup á nýjum íbúðum í Reykjavík fyrir félagsmenn. Í næstu viku mun ráðast hvort samningunum verður sagt upp eða ekki. Þá eru uppi hugmyndir um að skipta út núverandi íbúðum Framsýnar í Reykjavík fyrir nýjar. Sjá dagskrá fundarins: Read more „Framsýn boðar til félagsfundar um kjara- og íbúðakaup“

Hörð gagnrýni á stjórnvöld

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins hóf fund í dag kl. 17:15 og var fundinum að ljúka rétt í þessu. Aðalefni fundarins voru kjaramál. Hörð gagnrýni kom fram á fundinum með framkomu stjórnvalda í garð verkafólks.  Óþolandi væri að ríkistjórn Íslands stæði ekki við gefin loforð um velferð, jöfnuð og réttlæti. Read more „Hörð gagnrýni á stjórnvöld“