Framsýn stendur fyrir trúnaðarmannanámskeiði í vikunni. Námskeiðið verður haldið á Raufarhöfn á fimmtudaginn og föstudaginn á Hótel Norðurljósum. Alls eru 12 trúnaðarmenn skráðir á námskeiðið. Read more „Trúnaðarmannanámskeið að hefjast“
Vilja halda viðræðum áfram á eigin forsendum
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar sem jafnframt er samninganefnd félagsins tók fyrir erindi Sjómannasambands Íslands í síðustu viku. Sambandið óskar eftir samningsumboði frá aðildarfélögum sambandsins til gerðar kjarasamnings fyrir smábátasjómenn. Read more „Vilja halda viðræðum áfram á eigin forsendum“
AN ályktaði um nokkur mál á þingi sambandsins
Það var mikið ályktað á þingi Alþýðusambands Norðurlands um síðustu helgi. Tæplega hundrað fulltrúar frá öllum stéttarfélögum á Norðurlandi sátu þingið, þar af fimmtán frá þingeyskum stéttarfélögum. Sjá ályktanir: Read more „AN ályktaði um nokkur mál á þingi sambandsins“
Fordæma ruddaskap stjórnvalda varðandi framlög til heilbrigðismála
Framsýn- stéttarfélag, Starfsmannafélag Húsavíkur og Þingiðn- félag iðnaðarmanna funduðu í dag um boðaðar tillögur Fjárlaganefndar Alþingis um verulegar skerðingar á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Mikil reiði var meðal fundarmanna. Stéttarfélögin samþykktu að senda sameiginlega frá sér svohljóðandi ályktun um málið. Read more „Fordæma ruddaskap stjórnvalda varðandi framlög til heilbrigðismála“
Góðu AN þingi lokið
Þing Alþýðusambands Norðurlands fór fram á föstudaginn og laugardaginn. Þingið fór vel fram og var mjög málefnalegt. Á þinginu var ályktað um nokkur mál s.s. um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Þar sem ályktanirnar hafa ekki borist verða þær vonandi settar inn á næstu dögum. Agnes Einarsdóttir var kjörin varaformaður sambandsins en hún kemur frá Framsýn. Read more „Góðu AN þingi lokið“
AN þingið hafið á Illugastöðum
Í morgun hófst 32. þing Alþýðusambands Norðurlands á Illugastöðum. Yfir 100 fulltrúar frá stéttarfélögum á Norðurlandi eru á þinginu, þar af eru um 15 fulltrúar frá stéttarfélögum í Þingeyjarsýslum. Read more „AN þingið hafið á Illugastöðum“
Framsýn fjallar um niðurskurð til HÞ
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar hefur verið boðuð saman til fundar þiðjudaginn 11. október kl. 17:15 í fundarsal félagsins. Mörg mál eru á dagskrá fundarins en sérstaklega verður fjallað um hugmyndir stjórnvalda um að skera verulega niður fjárveitingar til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Sjá dagsrká: Read more „Framsýn fjallar um niðurskurð til HÞ“
Hrútadagurinn fór vel fram
Á laugardaginn var hrútadagurinn haldinn hátíðlegur á Raufarhöfn. Fjöldi fólks var saman kominn í Reiðhöllinni til að skoða og kaupa fallega hrúta frá öllum helstu fjárræktarbúum í Norður Þingeyjarsýslu. Auk þess voru sölubásar á staðnum þar sem alls konar vörur voru til sölu. Við skulum láta meðfylgjandi myndir túlka stemninguna sem var á staðnum á laugardaginn.
Starfsmenn komu saman
Starfsmenn Skrifstofu stéttarfélaganna ásamt mökum komu saman um helgina til að kveðja Snæbjörn Sigurðarson sem er að hefja störf hjá sveitarfélaginu Norðurþingi um þessar mundir. Eins og fram hefur komið hefur Orri Freyr Oddsson verið ráðinn í hans stað. Read more „Starfsmenn komu saman“
16 nýir útibekkir á Húsavík
Starfsmenn Sjúkraþjálfunar Húsavíkur hafa staðið í stórræðum síðustu mánuðina. Þær hrintu af stað merkilegu og þörfu átaki á Húsavík, sem fólst í því að fjölga útibekkjum á Húsavík. Markmið átaksins er auðvitað að hvetja til aukinnar útiveru og hreyfingar, sem eru skemmtilegustu, skilvirkustu og ódýrustu forvarnir sem í boði eru. Read more „16 nýir útibekkir á Húsavík“
Viltu komast á þing?
Þing Alþýðusambands Norðurlands verður haldið á Illugastöðum föstudaginn 7. október og fram að hádegi á laugardeginum. Farið verður frá Skrifstofu stéttarfélaganna kl. 09:15 á föstudeginum og komið aftur til Húsavíkur upp úr hádeginu á laugardeginum. Read more „Viltu komast á þing?“
Sérmál til umræðu
Launafólk hvatt til að styðja aðildarumsókn Palestínu
Framsýn var að berast þessi ályktun frá Verkalýðshreyfingunni á Kúbu í gegnum SGS. Þar er launafólk víðsvegar um heim hvatt til að styðja við aðildarumsókn Palenstínu að Sameinuðu Þjóðunum, sem og þá sjálfsögðu kröfu að Sameinuðu Þjóðirnar viðurkenni sjálfstæði Palenstínu. Read more „Launafólk hvatt til að styðja aðildarumsókn Palestínu“
Óþolandi ástand
Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, segir það gjörsamlega óþolandi ástand að ekki sé til staðar kjarasamningur á landsvísu fyrir sjómenn á smábátum að 15 brúttótonnum. Það sé mannréttindabrot. Heildarsamtök sjómanna verði að bregðast við því með því að hefja þegar í stað viðræður við Landssamband smábátaeigenda um gerð kjarasamnings. Read more „Óþolandi ástand“
Skrifað undir í dag
Forsvarsmenn Framsýnar og Fjallalambs skrifuðu undir samning í dag um kaup og kjör starfsmanna í sláturhúsi fyrirtækisins. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, sagðist ánægður með samninginn í samanburði við gildandi kjör starfsmanna við sauðfjárslátrun á Íslandi. Read more „Skrifað undir í dag“
Vinnustaðaheimsóknir á morgun
Formaður Framsýnar verður á ferðinni á austursvæðinu á morgun. Til stendur að koma við í Rifós, Silfurstjörnunni og Fjallalambi. Gefist tími til mun hann koma við á fleiri vinnustöðum. Félagsmenn sem þurfa að ná tali af formanninum fyrir austan er bent á að hafa samband við Skrifstofu stéttarfélaganna í dag eða á morgun.
Þingiðn fundar næsta mánudag
Samningaviðræður í gangi
Fulltrúar Framsýnar hafa setið á samningafundi í dag með fulltrúa Svæðafélagsins Kletts félags smábátaeigenda frá Ólafsfirði að Tjörnesi. Aðilar vinna að því að ganga frá kjarasamningi fyrir smábátasjómenn á bátum innan við 15 brúttótonn á félagssvæði Framsýnar. Read more „Samningaviðræður í gangi“
Næsta stóriðja á Húsavík!
Nokkrir ofurhugar komu að landi í morgun með fullan bát af kræklingi til áframeldis. Aflinn var á annað tonn. Tvö fyrirtæki, Víkurskel og Sæskel hafa verið stofnuð á Húsavík um ræktun á kræklingi til sölu á markaði en þau hafa verið starfandi í tvö til þrjú ár. Read more „Næsta stóriðja á Húsavík!“
Atvinnuástandið fer batnandi milli ára
Skráð atvinnuleysi á Íslandi í ágúst var 6,7% en að meðaltali voru 11.294 atvinnulausir í ágúst. Atvinnuleysið var 7,7% á höfuðborgarsvæðinu en 5% á landsbyggðinni. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum 10,4% en minnst á Norðurlandi vestra 2,2%. Þá var atvinnuleysið 6,5% meðal karla og 7% meðal kvenna. Read more „Atvinnuástandið fer batnandi milli ára“