Líflegt á Húsavík

Nú standa yfir á Húsavík, Mærudagar, sem er bæjarhátíð Húsvíkinga. Veðrið er með miklum ágætum og allt stefnir í góða daga á Húsavík.  Reiknað er með miklum fjölda gesta til Húsavíkur um helgina. Ljósmyndari heimasíðu stéttarfélaganna  fór í morgun og tók nokkrar myndir af fallegum skreytingum í bænum en sjá má skreytingar við flest hús á Húsavík í mismunandi litum eftir hverfum. Sjá myndir:

Það er tjaldað út um allan bæ á Húsavík.

Það hjálpast allir við að skreyta bæinn gestum og gangandi til gamans.

Hvalaskoðunarbátarnir sigla inn og út úr Húsavíkurhöfn með fulla báta af ferðafólki. Þess var að leggja úr höfn rétt í þessu.

Gestabók hefur verið komið fyrir í bænum. Reiknað er með þúsundum gesta til Húsavíkur um helgina.

Það eru margar fallegar skreytingar í bænum.

Deila á