Veðrið hefur verið nokkuð gott víða um land undanfarið eins og myndin ber með sér. Hún er tekin á Húsavík og er af þeim Sigmari og Elís sem eiga það sameiginlegt að vera starfsmenn Norðurþings. Þeir hafa unnið að því ásamt öðrum starfsmönnum sveitarfélagsins að fegra bæinn fyrir Mærudaga sem verða eftir rúma viku.
Þeir eru glæsilegir, Sigmar og Elís og klárir í fegurðarsamkeppni!!!