Veruleg aukning í gistinótum hjá Fosshótel Laugum

Í samtölum við ferðaþjónustuaðila í Þingeyjarsýslum hefur komið fram að víða hefur orðið töluverð aukning í komu ferðamanna. Sem dæmi má nefna að hjá Fosshótel Laugum fjölgaði gistinótum um 23,73% í júní miðað við sama tíma í fyrra.  Aukningin í júlí er einnig mikil og stefnir hún í allt að 92%. Þetta eru að sjálfsögðu ánægjulegar fréttir en ferðaþjónustan í Þingeyjarsýslum skapar á hverju sumri fjölda starfa, ekki síst fyrir skólafólk.

Það hefur mikið verið að gera hjá starfsólki Fosshótels Lauga í sumar. Þessi mynd var tekin síðasta sumar af starfsmönnum hótelsins.

Deila á