Það er búið að vera mikið fjör á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Um fjörutíu unglingar úr Vinnuskóla Norðurþings hafa verið í heimsókn. Þau hafa fengið fræðslu um starfsemi og tilgang stéttarfélaga auk þess að fræðast um sín mál á vinnumarkaði og atvinnustarfsemi í Þingeyjarsýslum. Eftir fyrirlestur formanns Framsýnar fengu gestirnir boli frá félaginu auk þess sem boðið var upp á grillaðar pylsur. Að lokum var svo farið í nokkra skemmtilega leiki á lóð stéttarfélaganna. Síðar í dag er von á fleiri góðum ungum gestum í sömu erindagjörðum frá Raufarhöfn og Kópaskeri.Það var mikið fjör fyrir hádegi í dag þegar rúmlega 40 nemendur Vinnuskóla Norðurþings á Húsavík komu í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna.
Eftir fyrirlestur formanns Framsýnar um starfsemi stéttarfélaga var öllum boðið upp á pylsur af bestu gerð frá Norðlenska.
Rosalega eru þetta nú góðar pylsur!!!!!!!!!!
Algjörlega sammála!! Ásgeir Hilmarsson með pylsu og í nýjum bol frá Framsýn.
Að lokum var farið í nokkra skemmtilega leiki og þá var nú gaman eins og myndin ber með sér.