Félagar athugið. Síðasti dagur til að sækja um orlofshús á vegum stéttarfélaganna í sumar er þriðjudaginn 2. apríl. Skrifstofan er opin til kl. 16:00. Þeir félagsmenn sem sækja um orlofshús eftir þessa tímasetningu hafa ekki forgang um orlofshús sumarið 2013.
Framsýn greiðir krabbameinsleit
Þrátt fyrir að skoðunargjald fyrir krabbameinsleit hjá konum hafi hækkað um 62% milli ára eða úr kr. 3.700,- í kr. 6.000,- hefur Framsýn samþykkt að halda áfram endurgreiðslum til félagsmanna. Endurgreiðslurnar tryggja fullgildum félagsmönnum fulla niðurgreiðslu á skoðunargjaldinu. Read more „Framsýn greiðir krabbameinsleit“
Líflegt námskeiðahald
Framsýn hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðahaldi í samstarfi við nokkra samstarfsaðila s.s. Þekkingarnet Þingeyinga og Rauða krossinn. Til dæmis hafa þegar verið haldinn tvö skyndihjálparnámskeið sjá meðfylgjandi myndir. Read more „Líflegt námskeiðahald“
Aðalsteinn í stjórn Fiskifélags Íslands
Aðalfundur Fiskifélags Íslands fór fram fyrir helgina í Reykjavík. Eftir fundinn stóð Fiskifélagið fyrir opnum kynningarfundi um sameiginlegt markaðsátak í sjávarútvegi. Um er að ræða samvinnuverkefni sjávarútvegsins og stjórnvalda. Báðir fundirnir fóru vel fram. Read more „Aðalsteinn í stjórn Fiskifélags Íslands“
Páskaleikur í gangi – vertu með!!
Eins og fram hefur komið er páskaleikur í gangi á heimasíðu stéttarfélaganna. Hægt er að senda inn nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is fyrir kl. 12:00 á morgun. Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út í hádeginu á morgun og fá þeir páskaegg í verðlaun. Nöfn verðlaunahafa verða birt á heimasíðunni á morgun.
Nokkur orð um stuðning við uppbyggingu á Bakka
Í ljósi umræðunnar sem verið hefur um hugsanlega uppbyggingu á Bakka telur heimasíða stéttarfélaganna rétt að birta hér grein sem Steingrímur J. Sigfússon skrifar um málið og varpar ljósi á það rétta í málinu. Sjá grein: Read more „Nokkur orð um stuðning við uppbyggingu á Bakka“
Sjómannasambandið stefnir norður
Alþingi afgreiði frumvörp um atvinnuuppbyggingu á Húsavík
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær um mikilvægi þess að tvö frumvörp sem skipta miklu máli fyrir frekari atvinnuuppbyggingu á Húsavík verði samþykkt fyrir þinglok. Sjá ályktun: Read more „Alþingi afgreiði frumvörp um atvinnuuppbyggingu á Húsavík“
Vilborg Arna pólfari leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna
Það var góður gestur sem kom brosandi í morgun á Skrifstofu stéttarfélaganna til að heilsa upp á starfsmenn. Það var engin önnur en pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir sem nýlega varð landsþekkt fyrir að vera fyrsta íslenska konan til að ganga á Suðurpólinn. Read more „Vilborg Arna pólfari leit við á Skrifstofu stéttarfélaganna“
Ályktað um framlög til löggæslumála
Það var góður fundur hjá stjórn og trúnaðarmannaráði Framsýnar í gær og mikið ályktað. Hér kemur ályktun sem var samþykkt og varðar löggæslumál og framlög til löggæslumála í Þingeyjarsýslum: Read more „Ályktað um framlög til löggæslumála“
Afsali sér höfuðborgartitlinum
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kom saman til fundar í gær og voru mörg mál á dagskrá fundarins. Meðal annars urðu miklar umræður um Reykjavíkurflugvöll og hugmyndir borgaryfirvalda um að leggja völlinn niður. Reiði var meðal fundarmanna með þessar hugmyndir enda flugvöllurinn líflína fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Read more „Afsali sér höfuðborgartitlinum“
Ánægja með námskeið í samningatækni
Stéttarfélögin buðu félagsmönnum upp á áhugavert námskeið í samningatækni í gær. Leiðbeinandi var Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Á námskeiðinu var varið yfir þá þætti sem skapa virði starfsmanna. Komið var inn á starfsþróun, atvinnuhæfni og starfsþróunaráætlanir. Read more „Ánægja með námskeið í samningatækni“
Viltu vinna páskaegg?
Þar sem páskarnir eru framundan höfum við ákveðið að gefa lesendum heimasíðu stéttarfélaganna og vinum á Facebook tækifæri á að eignast vegleg páskaegg frá stéttarfélögunum. Þeir sem vilja vera með í þessum skemmtilega leik eru beðnir um að senda nafn, heimilisfang og símanúmer á netfangið framsyn@framsyn.is. Read more „Viltu vinna páskaegg?“
Skyndihjálparnámskeið í boði
Námskeiðið sem 4 klukkustundir er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla. Read more „Skyndihjálparnámskeið í boði“
Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun
Forsvarsmenn Framsýnar funduðu með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins fyrir helgina um kjarasamning fyrir starfsmenn hvalaskoðunar fyrirtækjanna á Húsavík. Fundurinn var haldinn í Reykjavík. Áður höfðu fyrirtækin tekið ákvörðun um að vísa viðræðunum til SA. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir milli aðila og er þriðji fundurinn fyrirhugaður í næstu dögum. Read more „Fundað um kjör starfsfólks við hvalaskoðun“
Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!
Það deilir engin um mikilvægi þess að konur og karlar fari í reglubundna krabbameinsleit enda hafa fjölmörg mannslíf bjargast eftir að krabbamein hefur uppgötvast á byrjunarstigi. Hins vegar er full ástæða til að gera alvarlegar athugsemdir við nýja gjaldskrá fyrir krabbameinsleit hjá konum sem tók gildi um síðustu áramót. Read more „Gjaldskrá vegna krabbameinsleitar hækkar verulega!!“
Áhugavert námskeið á mánudaginn
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Námskeiðið verður haldið mánudaginn 18. mars kl. 19:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Read more „Áhugavert námskeið á mánudaginn“
SGS með formannafund á Húsavík
Starfsgreinasamband Íslands hefur ákveðið að næsti formannafundur sambandsins verði á Húsavík í byrjun júní og standi yfir í tvo daga. Um 40 manns koma til með að eiga seturétt á fundinum. Það er formenn og varaformenn aðildarfélaga sambandsins sem eru 19 auk starfsmanna sambandsins. Read more „SGS með formannafund á Húsavík“
Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum!
Stjórn ASÍ-UNG skorar á alla neytendur að svara þeim verslunum sem úthýsa verðlagseftirliti ASÍ með sniðgöngu. Öflugt verðlagseftirlit er órjúfanlegur hluti af kjarabaráttu ASÍ enda er það nauðsynlegt til að lágmarka skaðleg verðbólguáhrif sem nú þegar eru of mikil. Read more „Berjumst gegn leyndarhyggju í verðlagsmálum!“
Mörg mál liggja fyrir fundi Framsýnar
Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar þriðjudaginn 19. mars kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Mörg mál liggja fyrir fundi Framsýnar“