Þingiðn fundar á fimmtudaginn

Stjórn Þingiðnar kemur saman til fundar næsta fimmtudag kl. 19:00. Mörg mál eru á dagskrá fundarins s.s. kjara- og atvinnumál. Þetta er síðasti fundur ársins hjá félaginu fyrir utan fund í stjórn sjúkrasjóðs félagsins sem haldinn verður í lok ársins.

Baráttuhugur í heimamönnum

Byggðastofnun ásamt heimamönnum boðaði til opins fundar um atvinnumál á Raufarhöfn í dag. Fundurinn sem hófst kl. 17:30 fór vel fram og greinilegt er að íbúar á Raufarhöfn vilja leggja sitt að mörkum til að stöðva fólksfækkunina sem orðið hefur á Raufarhöfn undanfarin ár og áratugi. Reyndar hefur fólksfækkunin orðið mest á Raufarhöfn sé miðað við þéttbýliskjarna á Íslandi.

Read more „Baráttuhugur í heimamönnum“

Gleðin við völd á lokafundi Framsýnar

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum og trúnaðarmönnum á vinnustöðum komu saman til fundar síðasta föstudag. Í lok fundar var boðið upp á kvöldverð og heimatilbúna skemmtidagskrá. Hefð er fyrir því  innan Framsýnar að klára starfsárið með hátíðarfundi en mikið er lagt upp úr því að hafa starfið innan félagsins áhugavert, þroskandi og skemmtilegt. Þessi blanda hefur skilað því að afar auðvelt er að fá félagsmenn til að taka að sér trúnaðarstörf fyrir félagið. Read more „Gleðin við völd á lokafundi Framsýnar“

Blásið til íbúafundar á Raufarhöfn

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að verkefni um framtíð Raufarhafnar á vegum Norðurþings, Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga, Byggðastofnunar og Íbúasamtaka Raufarhafnar. Markmið verkefnisins er að styrkja stöðu byggðar á Raufarhöfn. Framsýn hefur einnig látið sig málið varða en íbúar á Raufarhöfn leituðu til félagsins þar sem þeir óttuðust um sína stöðu og framtíð Raufarhafnar. Í kjölfarið vakti félagið athygli á stöðu samfélagsins á Raufarhöfn. Read more „Blásið til íbúafundar á Raufarhöfn“

Fallegt á Þeistareykjum í dag

Formaður Framsýnar og yfirmenn Jarðborana gerðu sér ferð á Þeistareyki í dag eftir heimsókn þeirra til Húsavíkur í morgun. Markmiðið var að heilsa upp á starfsmenn og kynna sér aðstæður en veðrið hefur verið mjög slæmt það sem af er vetri. Bormenn hafa því átt erfitt með að athafna sig á svæðinu en starfsmenn Jarðborana á Þeistareykjum eru mikil hörkutól, ekki spurning. Sjá myndir og frekari umfjöllun. Read more „Fallegt á Þeistareykjum í dag“

Hvað er að frétta?

Daglega koma margir góðir gestir í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna. Erindin eru mörg og mismunandi. Menn koma t.d. til að fá sér kaffi og ræða málin, leita aðstoðar, sækja námskeið,  leita eftir upplýsingum um réttindi á vinnumaraði eða hjá stéttarfélögunum sem aðild eiga að skrifstofunni. Sjá myndir: Read more „Hvað er að frétta?“

Nýr góður liðsmaður í sérverkefni

Framsýn hefur ráðið Rafnar Orra Gunnarsson í tímabundið verkefni. Rafnar er 24 ára gamall og ættaður frá Húsavík. Honum er ætlað að fara um þingeyjarsýslur og mynda atvinnulífið á svæðinu og efla auk þess tengsl Framsýnar við unga félagsmenn en rúmlega 500 félagsmenn eru innan við 25 ára aldur. Hugmyndin er síðan að búa til kynningarmyndband um atvinnulífið og starfsemi Framsýnar á félagssvæðinu sem nær frá Raufarhöfn að Vaðlaheiði. Read more „Nýr góður liðsmaður í sérverkefni“

Fundargerðir ASÍ upp á borðið

Á fundi stjórnar Framsýnar- stéttarfélags, 27. nóvember 2012, var samþykkt að ítreka beiðni félagsins um að fundargerðir miðstjórnar Alþýðusambands Íslands verði gerðar aðgengilegar fyrir aðildarfélög sambandsins.  Að mati félagsins er það óskiljanlegt með öllu að fundargerðirnar séu ekki aðgengilegar félögunum, ekki síst þar sem verkalýðshreyfingin kennir sig við virkt lýðræði. Read more „Fundargerðir ASÍ upp á borðið“

Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?

Innan Framsýnar hefur verið starfandi vinnuhópur sem ætlað er það hlutverk að gera drög að siðareglum fyrir félagið. Hópurinn hefur nú skilað frá sér drögum að siðareglum sem verða afgreiddar á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsins í janúar. Stjórn Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gær að gefa almennum félagsmönnum kost á að hafa áhrif á siðareglurnar. Read more „Viltu hafa áhrif á siðareglur Framsýnar?“

Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum

Verkefnið Verslun í dreifbýli var þriggja ára samstarfsverkefni um málefni dreifbýlisverslana sjö þjóða á norðurslóðum; Íslands, Finnlands, Noregs, Færeyja, Norður – Írlands, Írlands og Skotlands. Tilgangurinn með verkefninu var að renna styrkari stoðum undir rekstur dreifbýlisverslana og finna lausnir sem henta hverri verslun meðal annars með því að greina hverjir séu bestu valkostirnir til að auka arðsemi verslana í dreifbýli, auka gæði og fjölga þjónustuþáttum í dreifbýlisverslun. Read more „Framsýn skoðar aðbúnað og aðgengi í verslunum“