Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum

Bændur og sjálfboðaliðar í Þingeyjarsýslum hafa undanfarið haldið áfram að leita af fé eftir óveðrið mikla sem gekk yfir svæðið um miðjan september. Flesta daga finnast kindur á lífi sem er ánægjulegt. Einn af þeim sjálfboðaliðum sem hefur staðið sig afar vel er Ólafur Jón Aðalsteinsson á Húsavík og á hann heiður skilið fyrir sína framgöngu. Óli Jón lánaði okkur meðfylgjandi myndir sem hann hefur tekið á ferðum sínum en hann hefur aðallega verið við leitir á Reykjaheiði. Read more „Leit stendur enn yfir á heiðum í Þingeyjarsýslum“

Að semja um laun – Áhugavert námskeið

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum bjóða félagsmönnum upp á áhugavert námskeið er nefnist AÐ SEMJA UM LAUN.  Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Gylfi Dalmann Aðalsteinsson kennari við Háskóla Íslands. Um er að ræða 3 klst. námskeið. Ekki er búið að tímasetja námskeiðið en það verður haldið í lok október á Húsavík. Nánari tímasetning mun birtast á heimasíðunni eftir helgina. Námskeið er frítt fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Skráning á námskeiðið er á Skrifstofu stéttarfélaganna. Uppbygging námskeiðsins er eftirfarandi: Read more „Að semja um laun – Áhugavert námskeið“

Þing ASÍ að hefjast

Á miðvikudaginn hefst 40.  þing Alþýðusambands Íslands. Þingið sem haldið verður á Hótel Nordica, Reykjavík stendur yfir í þrjá daga.  Helstu málefni sem verða til umræðu eru: Atvinnumálin, húsnæðismál og lífeyrissjóðsmál. Fulltrúar Framsýnar á fundinum verða, Aðalsteinn Á. Baldursson, Torfi Aðalsteinsson, Kristbjörg Sigurðardóttir og Jónína Hermannsdóttir. Frá Þingiðn verður Jónas Kristjánsson fulltrúi en hann er jafnframt formaður félagsins.

Fréttabréfið klárt

Þá er búið að skrifa og prenta Fréttabréf stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum. Fréttabréfið er væntanlegt til lesenda á morgun, mánudag. Hugsanlega verður klárað að bera það út á þriðjudaginn. Góða skemmtun lesendur góðir.

Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna

Miðstjórn ASÍ leggst alfarið gegn því að hinn almenni félagsmaður fái að kjósa sér forseta samtakanna, og vill að það verði áfram í höndum fulltrúa á þingum ASÍ. Þetta kemur fram í umsögn miðstjórnarinnar um tillögu sem Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness ætlar að leggja fram á næsta þingi samtakanna, sem haldið verður í næstu viku. Read more „Miðstjórn ASÍ vill ekki að félagsmenn kjósi forseta samtakanna“

Fá ekki greidd laun vegna kennitöluleysis

Töluvert er um að erlendir starfsmenn sem réðu sig til starfa við sauðfjárslátrun á Íslandi í haust hafi sett sig í samband við Skrifstofu stéttarfélaganna  á Húsavík vegna óánægju með hversu langan tíma það tekur að fá kennitölu en Þjóðskrá Íslands gefur sér 5-6 vikur til að afgreiða kennitölur. Fyrirtækjum er óheimilt að greiða út laun til starfsmanna nema þeir hafi áður fengið kennitölu.

Read more „Fá ekki greidd laun vegna kennitöluleysis“

Hvernig væri að senda gleðikort?

Í tilefni af geðverndarvikunni þá hefur VIRK – Starfsendurhæfingarsjóður sett upp á heimasíðu sína  skemmtilegan möguleika þar sem fólk getur sent rafræn póstkort til vinnufélaga, vina,  fjölskyldu eða einhvers sem það telur að eigi hrós skilið – svokölluð gleðikort – þar sem komið er á framfæri hrósi og jákvæðum umsögnum.  Allir geta nýtt sér þessi kort án endurgjalds og ekki bara í geðverndarvikunni heldur allt árið um kring.  Sjá nánar hér:  http://virk.is/gledikort Read more „Hvernig væri að senda gleðikort?“

Frábærar fréttir – ferðum fjölgað til Húsavíkur

Flugfélagið Ernir hefur ákveðið í ljósi reynslunnar í sumar að bæta við flugum til Húsavíkur og fljúga sex daga vikunnar samtals 10 flug í viku. Bætt verður við morgun- og síðdegisflugum á mánudögum og einu morgunflugi á miðvikudögum frá og með 15. október. Sala á þessum flugum er nú þegar hafin og er fólk kvatt til að kynna sér nýja flugáætlun á www.ernir.is. Read more „Frábærar fréttir – ferðum fjölgað til Húsavíkur“

Kjarasamningur sjómanna gildir frá 31. ágúst

Skrifstofu stéttarfélaganna hafa borist fyrirspurnir frá sjómönnum á smábátum varðandi gildistökuna á nýja samningnum sem samþykktur var í síðustu viku af sjómönnum og útgerðarmönnum á félagssvæði Framsýnar. Rétt er að taka fram að samningurinn gildir frá 31. ágúst og  ber útgerðarmönnum því að gera upp samkvæmt nýja samningnum frá þeim tíma hafi skiptakjörin verið lægri en í nýja samningnum. Read more „Kjarasamningur sjómanna gildir frá 31. ágúst“

Matarverð er á uppleið

Verð á kjöti, fiski og mjólkurvörum hækkar milli ára og nemur hækkunin allt að tugum prósenta. Svínakótelettur hafa hækkað um 27% á einu ári og rækja um 21%. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands en þær sýna að verðið hefur í mörgum tilfellum hækkað langt umfram verðlagsþróun.  Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar – stéttarfélags, segir marga eiga erfitt með framfærslu. „Því er reglulega haldið fram að láglaunafólk eigi fyrir verðhækkunum enda hafi kaupmátturinn aukist. Þetta er bara falskt. Launin eru í mörgum tilfellum svo lág að sífellt fleiri ráða ekki við hækkanirnar.“  Read more „Matarverð er á uppleið“

Samið fyrir smábátasjómenn

Kjarasamningur Framsýnar- stéttarfélags og Landssambands smábátaeigenda sem undirritaður var 31. ágúst 2012 hefur verið samþykktur meðal félagsmanna Framsýnar og útgerðarmanna í Þingeyjarsýslum. Talningu atkvæða lauk í hádeginu í dag. Samningurinn nær yfir þrjá útgerðarstaði, Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Alls samþykktu 88% sjómanna innan Framsýnar samninginn. Meðal útgerðarmanna samþykktu 64% samninginn. Read more „Samið fyrir smábátasjómenn“

Kaskó á Húsavík með í verðkönnun ASÍ

Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október.  Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði eða 94 af 99, Nóatún Nóatúni átti til 89 og Hagkaup Skeifunni átti til 83. Read more „Kaskó á Húsavík með í verðkönnun ASÍ“