Niceair – Upplýsingar varðandi ónotaða flugmiða

Eins og kunnugt er hefur Niceair aflýst flugi og gert hlé á allri sinni starfsemi um óákveðinn tíma. Í tilkynningu frá Niceair í byrjun mánaðarins kemur fram:

„Vegna óviðráðanlegra aðstæðna neyðumst við til að fella niður öll flug Niceair frá og með 6. apríl nk.

Við hörmum þau óþægindi sem af þessu hljótast. 

Endurgreiðslur farmiða sem greiddir voru með debet- og kreditkortum munu skila sér á næstu dögum.

Öðrum farþegum er vinsamlegast bent á að senda erindi með upplýsingum um bókunarnúmer á niceair@niceair.is

Chairman of Framsýn trade union visits Raufarhöfn

Chairman of Framsýn trade union, Aðalsteinn Árni Baldursson will be answering questions at the Stjórnsýsluhús in Raufarhöfn on Wednesday 19 April from 15:00 to 17:00. Everyone welcome.

                                                                      Framsýn trade union

Przewodniczący związków zawodowych Framsýn z wizytą w Raufarhöfn

Przewodniczący związków zawodowych Framsýn, Aðalsteinn Árni Baldursson będzie odpowiadał na pytania w Stjórnsýsluhús w Raufarhöfn w środę, 19 kwietnia, w godzinach 15:00- 17:00. Wszystkich serdecznie zapraszamy do rozmowy.

                                                         Związki zawodowe Framsýn

Raufarhöfn

Formaður Framsýnar með viðtalstíma

Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni Baldursson, verður til viðtals í stjórnsýsluhúsinu á Raufarhöfn fyrir félagsmenn miðvikudaginn 19. apríl. Hann verður á staðnum kl. 15:00 til 17:00. Allir velkomnir.

Framsýn stéttarfélag

Afmælisgjöf til félagsmanna STH – 60 ára afmæli

Starfsmannafélag Húsavíkur var stofnað 26. október 1963. Fyrsti forsvarsmaður félagsins var Páll Kristjánsson. Um 100 félagsmenn eru í félaginu. Félagið er stéttarfélag starfsmanna ríkis og sveitarfélaga sem nær yfir sveitarfélög í Þingeyjarsýslum. Í tilefni af afmælinu hefur verið ákveðið að færa félagsmönnum að gjöf veglega tösku sem þeir geta nálgast á Skrifstofu stéttarfélaganna. Síðan er til skoðunar að fara í afmælisferð í haust. Ferðin verður nánar auglýst síðar.

Samkomulag um frestun niðurfellingar orlofsdaga

Í síðustu kjarasamningum aðildarfélaga BSRB var samið um breytingar á orlofskafla kjarasamninga. Þar var öllum tryggður 30 daga orlofsréttur, óháð aldri og starfsaldri. Meðal þeirra markmiða sem bjuggu að baki breytingunni var að tryggja að starfsfólk fái notið orlofs til að ná hvíld og endurheimt en safni orlofsdögum ekki upp. Samkvæmt lögum er flutningur orlofs milli ára óheimill en með breytingunum var því starfsfólki sem átti uppsafnað orlof gefinn þriggja ára aðlögunartími til að nýta sína uppsöfnuðu orlofsdaga, að hámarki 60 talsins, þrátt fyrir bann við flutningi milli ára.

Fljótlega eftir gerð síðustu kjarasamninga breyttust aðstæður á vinnumarkaði vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og ein af birtingarmyndum þess var óhóflegt álag á starfsfólk, undirmönnun stofnana og mun minna svigrúm fyrir fólk til þess að fara í orlof og vinna á uppsöfnuðu orlofi. Af þeim sökum hafa mörg ekki náð að vinna upp sitt uppsafnaða orlof á sl. þremur árum og einhver hafa jafnvel safnað upp enn fleiri orlofsdögum.

Með hliðsjón af framangreindu hefur verið tekin ákvörðun, í samráði við opinbera atvinnurekendur, að fresta niðurfellingu orlofsdaga. Í tilfelli starfsfólks ríkis og Reykjavíkurborgar hefur niðurfellingu verið frestað til 30. apríl 2024 en Samband íslenskra sveitarfélaga hefur frestað niðurfellingu um ótilgreindan tíma og munu stjórnendur innan sveitarfélaga gera skriflegt samkomulag við starfsfólk sitt um töku uppsafnaðs orlofs. Þetta ákvæði nær til félagsmanna Starfsmannafélags Húsavíkur.

Bætt þjónusta við félagsmenn – hleðsla í boði

Þingiðn og Framsýn hafa komið sér upp hleðslustöðvum í Þorrasölum fyrir félagsmenn, það er í tveimur bílastæðum í bílakjallaranum. Bæði verður hægt að hlaða í bílakjallaranum í hleðslustöðvum stéttarfélaganna og í sameiginlegum hleðslustöðvum á bílaplaninu sem íbúar og gestir hafa aðgengi að. Tveimur stöðvum hefur verið komið fyrir á bílaplaninu. Frekari upplýsingar eru í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna, þar er einnig hægt að fá sérstök kort sem menn þurfa að nálgast til að geta hlaðið bílana. Í skoðun er að virkja stöðvarnar þannig að menn geti hlaðið bílana með sínum greiðslukortum. Þá er reiknað með að menn noti sína eigin kapla við hleðsluna þar sem þeir fylgja ekki með hleðslustöðvunum.  

Allt í himnalagi

Aðalfundur Húsfélagsins í Þorrasölum 1-3 var haldinn í gær í Kópavogi. Á fundinum kom fram mikil ánægja með rekstur húsfélagsins og starfsemina á umliðnu starfsári. Stjórn félagsins kom að ýmsum málum sem fylgir rekstri húsfélaga.  Sem dæmi má nefna að nýlega var komið upp hleðslukerfi fyrir rafbíla og í sumar verður fjölbýlishúsið málað. Áætlað er að það kosti um 16 milljónir. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, hefur verið stjórnarformaður og var hann endurkjörinn í gær. Með honum í stjórn er öndvegisfólk sem býr í Þorrasölum. Stéttarfélögin, Þingiðn og Framsýn eiga 5 íbúðir í húsinu. Í heildina eru 32 íbúðir í fjölbýlishúsinu.

Gengið frá kjarasamningi við Landsvirkjun

Starfsgreinasamband Íslands fh. aðildarfélaga sambandsins hefur gengið frá skammtímasamningi við Landsvirkjun. Framsýn kom að þessari vinnu enda með þrjár virkjanir á félagssvæðinu sem falla undir samninginn, Þeistareykjavirkjun, Kröflu og Laxárvirkjun. Samningurinn gildir til 31. janúar 2024 enda verði hann samþykktur í atkvæðagreiðslu sem hefst á næstu dögum sem skal lokið eigi síðar en 20. apríl 2023. Kjarasamningurinn er sambærilegur samningi SGS og SA sem var undirritaður 3. desember 2022. Starfsmenn Landsvirkjunnar sem falla undir samninginn munu fá frekari upplýsingar um atkvæðagreiðsluna og samninginn á næstu dögum.

Atkvæðagreiðsla hafin um kjarasamning STH við ríkið

Þann 31. mars síðastliðinn skrifaði Starfsmannafélag Húsavíkur undir samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs um framlengingu og breytingar á kjarasamningi milli aðila. 

Um skammtímasamning er að ræða sem er með gildistíma frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024 þar sem aðal áherslan er lögð á launahækkanir og kjarabætur. Einnig fylgir samningunum verkáætlun um þætti eins og vinnutíma í dagvinnu og vaktavinnu, fræðslumál, slysatryggingar o.fl. Að auki fylgir samkomulaginu viðauki, þar sem fjallað er um ákveðnar breytingar á vaktaálagi og vaktahvata.

Það var lögð á það mikil áhersla að tryggja kaupmátt félagsfólks og að samningur tæki við af samningi launahækkanir sem koma til útborgunar þann 1. maí næstkomandi. 

Atkvæðagreiðsla um samninginn er hafin og  stendur til kl. 09:00 föstudaginn 14. apríl. Kosning um samninginn fer fram á Skrifstofu stéttarfélaganna. Hægt verður að kjósa frá kl. 08:00 til 16:00 alla virka daga. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar um samkomulagið við ríkið.

Það er von stjórnar STH að félagsmenn greiði atkvæði um samninginn.

      Kosningu lýkur föstudaginn 14. apríl kl. 09:00.

Með félagskveðju!

Stjórn Starfsmannafélags Húsavíkur

Kjörstjórn Starfsmannafélags Húsavíkur

Félagsfundur STH

Starfsmannafélag Húsavíkur boðar til félagsfundar mánudaginn 17. apríl kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26.

Dagskrá:

1. Kynning á lagabreytingum

2. Önnur mál

Undanfarið hefur verið unnið að því að endurskoða félagslög STH, enda löngu tímabært. Á fundinum verður gerð grein fyrir tillögum að breytingum. Lögin verða síðan tekin til afgreiðslu á aðalfundi félagsins í maí. Skorað er á félagsmenn að fjölmenna á félagsfundinn.

Stjórn STH   

Skrifað undir sérkjarasamning

Fyrir helgina skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins undir sérkjarasamning fyrir starfsmenn við störf á farþegabátum í ferðaþjónustu frá Húsavík. Um er að ræða framlengingu á gildandi samningi fyrir starfsmenn við fugla og hvalaskoðun. Samningurinn sem tekur mið af hækkunum í kjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er afturvirkur og gildir frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024. Samningurinn ber með sér að launaliður samningsins hækkar en aðrir liðir úr kröfugerð Framsýnar verða teknir til umræðu eigi síðar en í október nk.

Páskaegg í boði í dag

Í dag eru liðin 100 ár frá stofnun Verkamannafélags Húsavíkur. Í tilefni af því verður opið hús á Skrifstofu stéttarfélaganna í dag, laugardag,  frá kl. 14:00 til 16:00.  Öllum gestum stendur til boða að fá gefins páskaegg nr. 10 frá Nóa Síríus. Um er að ræða besta páskaeggið á markaðinum með Baileys trufflum og saltkaramellufyllingu í sívalningi. Reyndar er eggið uppselt þar sem stéttarfélögin komust yfir síðustu 100 eggin sem komu með Flytjanda til Húsavíkur í morgun. Að sjálfsögðu verður líka boðið upp á tertu frá Bakarameistaranum og kaffi í boði Merrild. Starfsfólk stéttarfélaganna getur ekki beðið eftir því að fá heimsins bestu gesti í heimsókn í dag. Allir velkomnir.

Aðildarfélög BSRB undirrita kjarasamninga – STH aðili að samningnum

Aðildarfélög BSRB, þar á meðal Starfsmannafélag Húsavíkur hafa náð samkomulagi um launahækkanir og kjarabætur fyrir starfsfólk í almannaþjónustu við ríki og Reykjavíkurborg. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.

Forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirrita í kjölfarið kjarasamningana í húsi Ríkissáttasemjara en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Samningarnir fara nú í kynningu og í kjölfarið í atkvæðagreiðslu í félögunum sem lýkur 14. apríl. „Leiðarljós okkar í þessum viðræðum var að verja kaupmátt starfsfólks í almannaþjónustu, enda er verðbólgan farin að bíta almenning verulega og langt síðan fólk á almennum vinnumarkaði fékk sínar kjarabætur. Við fögnum því að kjarasamningur taki við af kjarasamningi svo launafólk fái ávinninginn af samningunum strax í vasann 1. maí. Rétt eins og á almenna markaðinum er um skammtímasamninga að ræða og svo hefst fljótlega undirbúningur fyrir gerð langtímakjarasamninga hjá aðildarfélögum BSRB. Kröfur okkar munu ekki eingöngu beinast að launagreiðendum heldur einnig stjórnvöldum. – sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.

Stéttafélögin sem hafa undirritað samninga eru:

Félag flugmálastarfsmanna ríkisins

Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi

FOSS – stéttafélag í almannaþjónustu

Félag starfsmanna stjórnarráðsins

Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu

Landssamband lögreglumanna

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna

Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu

Sjúkraliðafélag Íslands

Starfsmannafélag Garðabæjar

Starfsmannafélag Kópavogs

Starfsmannafélag Húsavíkur

Starfsmannafélag Suðurnesja

Starfsmannafélag Vestmanneyja

Á næstu dögum verður atkvæðagreiðslan um kjarasamninginn auglýst betur hér á heimasíðunni.

Starfslok til umræðu á námskeiði

Framsýn í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga stóð fyrir starfslokanámskeiði í gær sem var öllum opið. Námskeiðið fór fram í fundarsal stéttarfélaganna. Eins og kunnugt er þurfa menn að undirbúa sig vel við starfslok á vinnumarkaði. Breytingin hefur mikil áhrif á líf fólks. Á námskeiðinu var boðið upp á fróðleg erindi og fræðslu. Fjallað var um lífeyrisréttindi, heilsu og andlega vellíðan. Fyrirlesarar komu víða að. Dögg Stefánsdóttir, Hrefna Regína Gunnarsdóttir fjölluðu um heilsu og andlega vellíðan. Lilja Skarphéðinsdóttir og Egill Olgeirsson sögðu frá kraftmiklu starfi Félags eldri borgara á Húsavík og nágrenni og Jóna Finndís Jónsdóttir og Kristín Hilmarsdóttir starfsmenn Lsj. Sapa fjölluðu um lífeyrismál.  Þátttakaendur voru mjög ánægðir með námskeiðið.

Skráningu að ljúka – Áhugavert starfslokanámskeið í boði

Framsýn í samvinnu við Þekkingarnet Þingeyinga standa fyrir starfslokanámskeiði. Til stendur að halda tvö námskeið, annað á Húsavík og hitt í Breiðumýri. Tímasetning er komin á námskeiðið á Húsavík, 29. mars í fundarsal stéttarfélaganna, sjá meðfylgjandi auglýsingu. Námskeiðið er öllum opið og er í boði Framsýnar stéttarfélags. Skráning er hafin inn á hac.is. Þekkingarnet Þingeyinga sér um að halda utan um skráningarnar. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru í boði hjá Þekkingarnetinu og Skrifstofu stéttarfélaganna.  (Áríðandi er að þeir sem ætla að koma á námskeiðið skrái sig í dag á hac.is)

Discount vouchers for Niceair flights from Akureyri

Framsýn  has concluded an agreement with airline Niceair about discount for flights, which also applies to union members of Þingðn and STH. Members can purchase two discount vouchers per year, each worth 32,000 ISK.

The discount voucher is worth 32,000 ISK. for flights with Niceair. The voucher can be used to purchase airline tickets and additional services related to Niceair flights on the company’s website at www.niceair.is. Each union member can order two discount vouchers per year (every 365 days) for their own use for 20,000 ISK. for each voucher, so the discount is 12,000 isk. for each voucher. More than one voucher can be used per booking. The voucher applies only to Niceair flights and is only valid for trade union members. Additional service rates apply if the booking is made through a Niceair agent. After the ticket has been issued conditions for changes and other terms apply.  

Vouchers can be purchased on our holiday website https://orlof.is/framsyn/

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum 2023

Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til rannsókna og útgáfu verkefna sem varða sérstaklega íslenskan vinnumarkað, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar.

Hámarksfjárhæð einstakra styrkja er 1 milljón króna. Umsóknir um styrkinn þurfa að berast fyrir 15. apríl en úthlutað er úr sjóðnum 1. maí ár hvert.

Nánari uppýsingar um minningarsjóðinn má finna hér.

Botnlaus vinna á Þórshöfn – Allir á vertíð!

Um þessar mundir er brjálað að gera á Þórshöfn við loðnuhrognaframleiðslu. Að sögn heimamanna hefur gengið ævintýralega vel á vertíðinni. Ekki er vitað hvað vertíðin kemur til með að standa yfir í marga daga til viðbótar. Fyrirtækið biðlar til starfsmanna sem eru á lausu sem vilja koma austur á vertíð að hafa samband, húsnæði er í boði og mikil vinna. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Siggeir hjá Ísfélaginu á Þórshöfn sem gefur frekari upplýsingar.

Ný þjónusta á Húsavík

Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma.

Núna er tækjabúnaður af Ljósmyndastofu Péturs kominn á aðra hæð í Kaupfélagshúsinu og þar er veitt ýmiskonar þjónusta. „Við Pétur höfum unnið nokkuð saman undanfarin ár og þegar fór að halla undan fæti var m.a. rætt hvort og hvernig væri mögulega hægt að halda starfseminni áfram í einhverri mynd“ segir Gunnar Jóhannesson. „Eftir fráfall Péturs var gert samkomulag við aðstandendur og undirbúningur flutnings á tækjum, búnaði hófst“. Hafþór Hreiðarsson gekk til liðs við TN ehf. í ágúst og vinna við að fara í gegnum ljósmyndastofuna hófst. „Við tókum að okkur að fara í gegnum búnað og mjög mikið af myndum, gögnum og allskonar sem hafði safnast saman í langan tíma. Mikil saga sem þarna var og mikil vinna fór í að flokka og fara yfir“ segir Hafþór sem er á meðfylgjandi mynd.

TN er með ágætis aðstöðu í Kaupfélagshúsinu á annarri hæð. Þar er veitt m.a. almenn myndaþjónusta, tökur og myndvinnsla, stafræn framköllun, stækkanir á myndum og útprentun, teikningaútprentun, skiltagerð, plöstun ofl. „Við erum með nokkra prentara fyrir mismunandi notkun“ segir Hafþór, „svo hægt að þjónusta hvort heldur sem er með venjulegar myndir í hefðbundum stærðum eða stækkanir. Stærsti prentarinn getur prentað 130cm á breidd, svo stækkun á myndum er ekki vandamál svo lengi sem gæði myndar eða annars efnis eru nægileg.“

„Við erum ekki meistari Pétur“, segir Gunnar, „en við kappkostum að veita góða þjónustu og byggja á því sem hefur verið og byggja svo ofan á ofan á það eftir aðstæðum og eftirspurn. Við erum t.d. með aðeins af römmum, kartonum og slíku sem tengist frágangi mynda/útprentana.“

Margir hafa velt fyrir sér, hvað með allan þann fjársjóð af myndum sem ljósmyndastofan hefur tekið frá upphafi. „Við varðveitum filmusafnið í bili og höfum síðan aðgang að því, auk þess að hafa öll stafræn gögn. Þetta þýðir að fólk getur leitað til okkar til að athuga með mynd sem tekin var á einhverjum tilteknum tíma. Filmusafnið er skráð svo hægt að leita en allt getur samt tekið sinn tíma“, segir Gunnar að lokum.

Gjafabréf með Niceair frá Akureyri

Framsýn hefur gengið frá samningi við flugfélagið Niceair um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Samningurinn gildir einnig fyrir félagsmenn Þingiðnar og STH. Félagsmenn geta verslað tvö gjafabréf á ári.

Gjafabréfið gildir sem 32.000 kr. greiðsla upp í flugferð með Niceair. Hægt er að nýta gjafabréfið til kaupa á flugfargjaldi og annarri bókunarþjónustu hjá Niceair í gegnum bókunarsíðu félagsins www.niceair.is.

Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf til eigin nota á ári (365 daga fresti) og greiðir 20.000 kr. fyrir hvert gjafabréf. Afslátturinn er því 12.000 kr. á hvert gjafabréf. Nota má fleiri en eitt gjafabréf við bókun. Gjafabréfið gildir aðeins fyrir félagsmenn fljúgi þeir með Niceair. Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Niceair um þjónustugjöld. Eftir útgáfu farseðils gilda skilmálar flugfélagsins um breytingar og fleira.

Gjafabréfin er hægt að kaupa á orlofsvefnum.