Undanfarið hefur verið unnið að því að laga hitalagnir í orlofsíbúð Framsýnar í Furulundi á Akureyri. Verkið hefur gengið vel og nú þegar eru komnir leigjendur í íbúðina eftir breytingarnar. Gömlu lagnirnar voru löngu komnar á tíma og því var ekki hægt að bíða með það lengur að skipta þeim út.