Boðað hefur verið til fundar í stjórn og trúnaðarráði Framsýnar þriðjudaginn 17. september kl. 17:00. Stjórn Framsýnar-ung er einnig boðuð á fundinn. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna.
Dagskrá:
- Fundargerð síðasta fundar
- Inntaka nýrra félaga
- Afhending gjafar til HSN
- Fundur með Innviðaráðherra um flugsamgöngur
- Bréf frá ASÍ varðandi lagabreytingar
- Kvennaráðstefna ASÍ á AK
- Framkvæmdir í Furulundi
- Breytingar á húsnæði stéttarfélaganna
- Hraunholt 26-28
- Jólafundur félagsins
- Bjarg íbúðafélag
- Málefni ÞÞ
- Kosning fulltrúa á þing
- Formannafundur SSÍ
- Önnur mál
Á fundinum verður gengið frá fulltrúm á þing sem eru framundan á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Hafi almennir félagsmenn áhuga á að sitja neðangreind þing eru þeir vinsamlegast beðnir um að senda einkaskilaboð á netfangið kuti@framsyn.is: Framsýn greiðir vinnutap, fæði, hótel og ferðakostnað fyrir þá sem fara á þingin á vegum félagsins.
Þing ASÍ verður haldið 16. til 18. október í Reykjavík. Framsýn á rétt á fjórum fulltrúm í gegnum Starfsgreinasamband Íslands og einum fulltrúa í gegnum Landsamband ísl. verslunarmanna. Samtals eru þetta því 5 fulltrúar og 5 til vara. Gæta þarf að kynjakvóta við val á fulltrúum á þingið.
Þing AN verður haldið á Illugastöðum 3-4. október. Gist verður á Illugastöðum. Framsýn á rétt 14 fulltrúum.