Fundað með fulltrúm ASÍ

Forseti ASÍ ásamt fylgdarliði funduðu með fulltrúm Framsýnar fyrir helgina á Húsavík. Umræðuefnið var væntanlegt þing sambandsins í október. Fulltrúar frá Þingiðn, Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar sátu fundinn með gestunum frá Alþýðusambandinu. Á fundinum var Finnbjörn A. Hermannsson forseti ASÍ spurður út í það hvort hann ætlaði að gefa kost á sér sem forseti sambandsins. Hann var ekki klár að svara þeirri spurningu á þessari stundu. Hann væri að íhuga það hvað hann gerði varðandi það hvort hann gæfi kost á sér eða ekki.

Deila á