Stjórn Framsýnar fundar eftir helgina

Stjórn Framsýnar mun koma saman til fundar næstkomandi þriðjudag kl. 17:00, til fyrsta fundar eftir sumarleyfi. Helstu málefni fundarins verða kjara- og atvinnumál auk þess sem komandi þing í haust á vegum verkalýðshreyfingarinnar verða til umræðu. Alls sitja 13 félagsmenn í stjórn og varastjórn félagsins. Auk þeirra er stjórn Framsýnar ung að venju boðið að sitja fundinn en 4 félagsmenn eru í stjórn Framsýnar ung.

Deila á