Í síðustu viku komu fyrstu gestir í íbúð Framsýnar að Hraunholti 26 á Húsavík. Fyrstur til að taka íbúðina var Dawid Jan Grzyb sem starfar hjá PCC á Bakka. Við það tækifæri færði formaður Framsýnar, Aðalsteinn Árni, honum blóm og konfekt frá félaginu. Hann var í búðinni ásamt foreldum og systur sem komu til hans í heimsókn til Íslands. Þau voru afar ánægð með íbúðina sem stendur nú félagsmönnum til boða. Þá er íbúð Þingiðnar að verða klár, það er um næstu helgi.