Þakklæti efst í huga

Á fundi sem forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga boðuðu til rétt fyrir jólin gerði Svala Hermannsdóttir formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga grein fyrir höfðinglegri gjöf félagsins til HÞ . Í máli Svölu kom fram að Styrktarfélagið hefur gefið  HÞ alls um 6,3 milljónir króna til tækjakaupa á árinu 2013. Read more „Þakklæti efst í huga“

Orðlaus!

Það þykir fréttnæmt ef stjórnar- og trúnaðarmannaráðsmenn innan Framsýnar eru orðlausir. Rétt í þessu var að ljúka fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs þar sem farið var yfir niðurstöðu kjaraviðræðna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem enduðu með undirritun kjarasamnings 21. desember. Af hverju eru menn orðlausir? Read more „Orðlaus!“

Gríðarlega góð viðbrögð við grein formanns

Formaður Framsýnar skrifaði grein inn á heimasíðuna í gær um kjaramál. Þar kom hann inn á þátt forseta ASÍ í málinu sem formaður telur að hafi ekki komið fram heiðarlega gagnvart láglaunafólki og forystumönnum þeirra félaga innan Starfsgreinasambandsins sem ekki skrifuðu undir kjarasamninginn 21. desember sl. Óhætt er að segja að greinin hafi vakið mikla athygli þar sem flestir netmiðlar hafa fjallað um greinina og birt hana. Þá hefur fjöldi fólks lýst yfir ánægju sinni með greinina.

Láttu ekki plata þig

Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum skrifar grein um kjaramál inn á pressuna í dag. Arnar var einn af þeim formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem misbauð og skrifaði því ekki undir kjarasamningana 21. desember. Hér má lesa greinina www.pressan.is

Gamlárshlaup „Skokka“ á Húsavík – Sundlaug Húsavíkur kl. 13

Gamlárshlaup Hlaupahópsins Skokka verður haldið á Húsavík á Gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 13:00 við sundlaugina á Húsavík. Í boði verða þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 km. Þátttakendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og ákveða sjálfir hvort þeir ganga eða hlaupa. Tímataka verður á tveim lengri vegalengdunum.

Skráning við Sundlaug Húsavíkur kl. 12:15 á Gamlársdag. Norðuþing bíður íbúum og gestum frítt í sund á Gamlársdag, opið til kl. 15:00.

Aumingja ASÍ

Ef marka má heimasíðu ASÍ er tilgangur félagsins að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og standa vörð um réttindi þeirra. Niðurstaða ASÍ í kjarasamningum fyrir 100.000 félagsmenn sína, eða um tvo þriðju af fólki í launaðri vinnu á landinu liggur nú fyrir. Read more „Aumingja ASÍ“

Smábátasjómenn ath.

Sjómannadeild Framsýnar er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð fyrir smábátasjómenn en kjarasamningur smábátasjómanna rennur út í lok janúar. Sjómenn á smábátum eru vinsamlegast beðnir um að koma sínum kröfum á framfæri við Skrifstofu stéttarfélaganna fyrir 6. janúar 2014.