Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, gerði alvarlegar athugasemdir við ákvörðun Alþýðusambands Íslands um að birta grein Sighvats Björgvinssonar á Facebook síðu sambandsins og krafðist þess að hún yrði tekin út af síðunni þegar í stað. Read more „ASÍ biðst afsökunar“
Þakklæti efst í huga
Á fundi sem forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga boðuðu til rétt fyrir jólin gerði Svala Hermannsdóttir formaður Styrktarfélags Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga grein fyrir höfðinglegri gjöf félagsins til HÞ . Í máli Svölu kom fram að Styrktarfélagið hefur gefið HÞ alls um 6,3 milljónir króna til tækjakaupa á árinu 2013. Read more „Þakklæti efst í huga“
Orðlaus!
Það þykir fréttnæmt ef stjórnar- og trúnaðarmannaráðsmenn innan Framsýnar eru orðlausir. Rétt í þessu var að ljúka fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs þar sem farið var yfir niðurstöðu kjaraviðræðna Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands sem enduðu með undirritun kjarasamnings 21. desember. Af hverju eru menn orðlausir? Read more „Orðlaus!“
Sitja á námskeiði
Átján starfsmenn frá Vísi og Reykfiski á Húsavík sitja þessa vikuna á 40 stunda fiskvinnslunámskeiði. Á námskeiðinu er farið yfir ýmsa þætti er varða störf þeirra við fiskvinnslu s.s. gæðamál, markaðsmál, vinnuverndarmál, atvinnulífið og kjaramál. Read more „Sitja á námskeiði“
Um 3,4 milljónir til félagsmanna
Stjórn Sjúkrasjóðs Framsýnar kom saman til fundar til að úthluta styrkjum til félagsmanna úr sjúkrasjóði. Um er að ræða s.s. sjúkradagpeninga vegna veikinda, útfarastyrki, fæðingarstyrki og líkamsræktarstyrki. Í heildina námu þessar greiðslur til félagsmanna í desember kr. 3.464.402,-. Read more „Um 3,4 milljónir til félagsmanna“
Hækkanir ríkis og sveitarfélaga
Nú um áramót hafa fjölmargir opinberir aðilar (ríki og sveitarfélög) hækkað gjaldskrár sínar. Rarik (Ríkið) hefur ákveðið að hækka dreifingu á rafmagni í dreifbýli um 4,5%. Ríkið hækkar bensín og díselolíu um áramót. Hækkun er 3% á vörugjaldið. Read more „Hækkanir ríkis og sveitarfélaga“
Gríðarlega góð viðbrögð við grein formanns
Formaður Framsýnar skrifaði grein inn á heimasíðuna í gær um kjaramál. Þar kom hann inn á þátt forseta ASÍ í málinu sem formaður telur að hafi ekki komið fram heiðarlega gagnvart láglaunafólki og forystumönnum þeirra félaga innan Starfsgreinasambandsins sem ekki skrifuðu undir kjarasamninginn 21. desember sl. Óhætt er að segja að greinin hafi vakið mikla athygli þar sem flestir netmiðlar hafa fjallað um greinina og birt hana. Þá hefur fjöldi fólks lýst yfir ánægju sinni með greinina.
Aðalfundur sjómanna- skýrsla stjórnar
Við sögðum frá því hér í gær á heimasíðunni að sjómenn innan Framsýnar hefðu komið saman á aðalfundi deildarinnar sem ávalt er haldinn milli jóla og nýárs enda sjómenn þá í landi samkvæmt ákveðjum kjarasamninga. Hér má lesa skýrslu stjórnar um starfsemina á liðnu starfsári. Read more „Aðalfundur sjómanna- skýrsla stjórnar“
Sjómenn Framsýnar álykta um kjaramál og afnám sjómannaafsláttar
Aðalfundur Sjómannadeildar Framsýnar var haldinn í kvöld. Fundurinn var að venju líflegur og auk þess málefnalegur. Fundurinn samþykkti að álykta um kjaramál og afnám sjómannaafsláttarins og að fela Sjómannasambandinu að ganga frá kjarasamningi fyrir smábátasjómenn innan félagsins. Read more „Sjómenn Framsýnar álykta um kjaramál og afnám sjómannaafsláttar“
Þar sem ég er einn af þessum vandræðamönnum
Þar sem ég er einn af þessum vandræðamönnum sem ekki skrifuðu undir kjarasamninginn á dögunum. Þá langar mig til að gera hreint fyrir mínum dyrum. Read more „Þar sem ég er einn af þessum vandræðamönnum“
Hvað gengur forsetanum til?
Hvað fær forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, til að fara með fleipur og ósannindi? Í þættinum á Sprengisandi í gær voru kjaraviðræður SA og ASÍ sem enduðu með undirritun kjarasamningsins 21. desember til umræðu. Gylfi var annar tveggja gesta í þættinum um kjaramál. Read more „Hvað gengur forsetanum til?“
Sjómenn undirbúa aðalfund
Stjórn Sjómannadeildar Framsýnar kom saman til fundar í morgun til að undirbúa aðalfund deildarinnar sem haldin verður kl. 17:00 í dag. Stjórnin er klár með skýrslu stjórnar um starfsemina fyrir árið 2013 og drög að tveimur ályktunum um kjaramál og sjómannaafsláttinn. Read more „Sjómenn undirbúa aðalfund“
Láttu ekki plata þig
Arnar Hjaltalín formaður Verkalýðsfélagsins Drífanda í Vestmannaeyjum skrifar grein um kjaramál inn á pressuna í dag. Arnar var einn af þeim formönnum stéttarfélaga innan Starfsgreinasambands Íslands sem misbauð og skrifaði því ekki undir kjarasamningana 21. desember. Hér má lesa greinina www.pressan.is
Guðrún Helga sigraði í jólagetrauninni
Búið er að draga í jólagetraun heimasíðunnar. Fyrir nokkrum dögum síðan bitist mynd af manni hér á heimasíðunni. Spurt var, hver er maðurinn? Hann reyndist vera Jónas Aðalsteinn Sævarsson sem er ættaður frá Vopnafirði. Fjölmargir tóku þátt og sendu inn svör. Nú er búið að draga og Guðrún Helga Hermannsdóttir sigraði. Read more „Guðrún Helga sigraði í jólagetrauninni“
Gamlárshlaup „Skokka“ á Húsavík – Sundlaug Húsavíkur kl. 13
Gamlárshlaup Hlaupahópsins Skokka verður haldið á Húsavík á Gamlársdag. Hlaupið hefst kl. 13:00 við sundlaugina á Húsavík. Í boði verða þrjár vegalengdir 3, 5 og 10 km. Þátttakendur á öllum aldri eru boðnir velkomnir og ákveða sjálfir hvort þeir ganga eða hlaupa. Tímataka verður á tveim lengri vegalengdunum.
Skráning við Sundlaug Húsavíkur kl. 12:15 á Gamlársdag. Norðuþing bíður íbúum og gestum frítt í sund á Gamlársdag, opið til kl. 15:00.
Aumingja ASÍ
Ef marka má heimasíðu ASÍ er tilgangur félagsins að berjast fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna og standa vörð um réttindi þeirra. Niðurstaða ASÍ í kjarasamningum fyrir 100.000 félagsmenn sína, eða um tvo þriðju af fólki í launaðri vinnu á landinu liggur nú fyrir. Read more „Aumingja ASÍ“
Dásamlegur kjarasamningur
Jæja, þá liggur kjarasamningurinn fyrir. Hann býður uppá 2,8% kauphækkun á næsta ári og tæplega 10 þúsund króna uppbót hjá þeim sem eru á allra lægstu launum. Verðbólgan er nú um 4% og spáin fyrir næsta ár hefur verið 3,6%. Almenna kauphækkunin er vel undir þessu og að óbreyttu myndi það þýða kaupmáttarskerðingu. Read more „Dásamlegur kjarasamningur“
Kynning og atkvæðagreiðsla um kjarasamning
Rétt er að taka fram að kjarasamningurinn sem var undirritaður 21. desember milli aðildarsambanda ASÍ og Samtaka atvinnulífsins nær ekki til félagsmanna Framsýnar sem starfa hjá ríkinu eða sveitarfélögum. Það sama á við um sjómenn innan Framsýnar. Read more „Kynning og atkvæðagreiðsla um kjarasamning“
Smábátasjómenn ath.
Allt á fullu í breytingum
Þessa dagana er unnið að breytingum á skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna. Trésmiðjan Val sér um lagfæringarnar sem þurfti að ráðast í vegna vatnstjóns sem varð fyrir nokkrum mánuðum. Í dag hefur hópur frá Völsungi unnið að því að rífa gamla dúkinn af gólfinu með miklum látum. Read more „Allt á fullu í breytingum“