Framsýn gekk í dag frá viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga vegna starfsmanna sveitarfélaga á félagssvæðinu. Kjarasamningur félagsins við sambandið rennur út í lok apríl n.k. Ekki var áhugi fyrir því meðal stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar að afhenda Starfsgreinasambandi Íslands umboð til samningagerðar fyrir félagið eftir framkomu formanns SGS í garð félagsins og Verkalýðsfélags Akraness á dögunum. Read more „Gengið frá viðræðuáætlun“
Óvenju margir óska eftir inngöngu
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær voru að venju teknar fyrir inngöngubeiðnir í félagið. Að þessu sinni voru þær óvenju margar en starfsemi félagins hefur töluvert verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið, ekki síst kjarabarátta félagsins. Read more „Óvenju margir óska eftir inngöngu“
Styðja við bakið á skagamönnum
Framsýn ályktar um Dettifossveg
Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í kvöld var samþykkt að álykta um mikilvægi Dettifossvegar þar sem frekari töfum á uppbyggingu vegarins er mótmælt. Read more „Framsýn ályktar um Dettifossveg“
Ráðningarsamningar – hvað ber að varast við gerð þeirra
Ráðningarsamningar eru sönnunargagn launafólks um starfskjör sín, réttindi og skyldur. Í þeim má ekki víkja frá lágmarksákvæðum viðeigandi kjarasamninga né taka upp ákvæði sem skerða lögbundin réttindi. Mælt með að ráðningarsamningar séu gerðir samhliða ráðningu en ekki eftir á. Read more „Ráðningarsamningar – hvað ber að varast við gerð þeirra“
Kynningarefni vegna kjarasamninga
Helstu atriði sáttatillögu frá 21. febrúar 2014. Þann 21. febrúar síðastliðinn skrifaði Framsýn, Þingiðin og Verkalýðsfélag Þórshafnar undir sáttatillögu ríkissáttasemjara vegna nýrra kjarasamninga. Um er að ræða tillögu sem er hugsuð sem viðauki við kjarasamning sem undirritaður var 21. desember sl. við Samtök atvinnulífsins. Read more „Kynningarefni vegna kjarasamninga“
Bændur á faraldsfæti
Bændur úr Suður- Þingeyjarsýslu gerðu sér góða ferð í norðursýsluna um helgina. Komið var við á þremur bæjum; Gunnarsstöðum, Ytra- Álandi og Ytra- Lóni. Ferðin endaði svo með sameiginlegum kvöldverði í skólanum á Svalbarði þar sem menn fengu jafnframt fræðslu um setrið sem þar stendur til að setja upp um forystufé. Read more „Bændur á faraldsfæti“
Við mælum með heimasíðu Raufarhafnar
Ný heimasíða Raufarhafnar fór í loftið í 7. febrúar síðastliðinn. www.raufarhofn.is. Síðan fjallar um málefni og daglegt líf á Raufarhöfn. Við hvetjum alla til að skoða síðuna og deila henni áfram til vina og vandamanna. Read more „Við mælum með heimasíðu Raufarhafnar“
Iðnaðarmenn óánægðir með ákveðna verktaka
Ljóst er að margir iðnaðarmenn í Þingeyjarsýslum eru verulega óánægðir með ákveðna verktaka á svæðinu sem virða ekki Iðnaðarlögin og láta ófaglærða verkamenn vinna verk iðnaðarmanna. Read more „Iðnaðarmenn óánægðir með ákveðna verktaka“
Skrifað undir sáttatillögu í dag
Ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu í dag í kjaradeilu Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins. Eftir viðræður aðila var skrifað undir tillöguna. Sáttatillagan er viðauki við kjarasamninginn sem var undirritaður 21. desember og felldur með stæl meðal félagsmanna Framsýnar. Það sem kemur til viðbótar eða breytist er eftirfarandi: Read more „Skrifað undir sáttatillögu í dag“
Þingiðn meðtók sáttatillöguna
Ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu í dag í kjaradeilu Þingiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Eftir viðræður aðila var skrifað undir tillöguna. Sáttatillagan er viðauki við kjarasamninginn sem var undirritaður 21. desember og felldur var meðal félagsmanna Þingiðnar. Það sem kemur til viðbótar eða breytist er eftirfarandi: Read more „Þingiðn meðtók sáttatillöguna“
VÞ samdi í hádeginu
Ríkissáttasemjari lagði fram sáttatillögu í hádeginu í kjaradeilu Verkalýðsfélags Þórshafnar og Samtaka atvinnulífsins. Eftir viðræður aðila var skrifað undir tillöguna. Sáttatillagan er viðauki við kjarasamninginn sem var undirritaður 21. desember og felldur var meðal félagsmanna Verkalýðsfélags Þórshafnar. Read more „VÞ samdi í hádeginu“
Samningar undirritaðir: „Margklofin verkalýðshreyfing“
Þessi frétt er tekin af þeim magnaða vef, akv.is. en fréttamaður síðunnar tók viðtal við Aðalstein formann Framsýnar þegar hann hafði skrifað undir sáttatillögu ríkissáttasemjara í dag, lesa viðtalið. Read more „Samningar undirritaðir: „Margklofin verkalýðshreyfing““
Viðræður í gangi
Í dag hafa fulltrúar úr samninganefnd Framsýnar – stéttarfélags sitið á fundum í Karphúsinu, með Ríkissáttasemjara og fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Fundum er lokið í dag og boðað hefur verið til nýs fundar kl. 09:00 í fyrramálið (á föstudag). Fulltrúar Þingiðnar funduðu einnig með sömu aðilum í dag og lögðu fram sínar kröfur.
Stjórnarfundur í Framsýn
Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar næsta mánudag, 24. febrúar kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Read more „Stjórnarfundur í Framsýn“
Fallegt myndefni – Ylströnd
Svona var umhorfs þegar formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, var við Vaðlaheiðargöng í gærkvöldi. Mikil gufa og töluvert heitt vatn kom út úr göngunum. Read more „Fallegt myndefni – Ylströnd“
Athyglisverður dómur- Matarpeningar ríkisstarfsmanna á kvöldin og um helgar
Fallinn er dómur í félagsdómi um fæðispeninga til hjúkrunarfræðings á vakt á kvöldin þar sem starfsfólkið hefur ekki aðgang að matstofu eins og kveðið er á um í kjarasamningi. Sama á við í samningum SGS við ríkið. Read more „Athyglisverður dómur- Matarpeningar ríkisstarfsmanna á kvöldin og um helgar“
Starfsmenn finna fyrir óþægindum
Starfsmenn sem starfa í Vaðlaheiðargöngum hafa verið í sambandi við Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík þar sem vinnuaðstæður í göngunum hafa verið mjög varhugaverðar eftir að 43°heitt vatn fór að flæða út úr stafni Vaðlaheiðarganga og dæmi eru um að menn hafi þurft að leita sér læknishjálpar. Read more „Starfsmenn finna fyrir óþægindum“
Ríkissáttasemjari boðar Þingiðn á fund
Fulltrúar Þingiðnar voru í dag boðaðir á fund Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag í Reykjavík með forsvarsmönnum Samtaka atvinnulífsins. Fundurinn hefst kl. 13:00. Eins og kunnugt er felldu félagsmenn Þingiðnar samninginn með miklum stæl enda ekki boðlegur iðnaðarmönnum. Read more „Ríkissáttasemjari boðar Þingiðn á fund“
STH-áríðandi fundur
Boðað er til félagsfundar Starfsmannafélags Húsavíkur fimmtudaginn 20. febrúar í sal stéttarfélagana að Garðarsbraut 26 og hefst fundurinn kl:20:00. Stjórn STH skorar á alla sem það geta að mæta. Read more „STH-áríðandi fundur“