Aðalfundi Framsýnar lokið

Rétt í þessu var aðalfundi Framsýnar að ljúka. Góð mæting var á fundinn og voru fjölmörg mál á dagskrá fundarins. Þá var ályktað um atvinnumál og skorað á verðandi sveitarstjórnarmenn að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og aðrar ríkistofnannir  á svæðinu. Nánar verður fjallað um fundinn síðar í kvöld og næstu daga. Read more „Aðalfundi Framsýnar lokið“

Aðalfundur Framsýnar stendur yfir

Í þessum skrifuðum orðum stendur aðalfundur Framsýnar yfir en hann hófst kl. 20:00. Mæting á fundinn er góð og eru umræðurnar að venju fjörugar. Síðar í kvöld og næstu daga verðum við með frekari fréttir af fundinum.

Eiga kvóta en loka samt

Eins og fram hefur komið boðaði Vísir hf. rekstrarstöðvun á Húsavík vegna hráefnisskorts með mánaðar fyrirvara. Forsvarsmenn fyrirtækisins  hafa jafnframt tjáð starfsfólkinu að fiskvinnslu á vegum fyrirtækisins á Húsavík sé hætt. Framsýn hefur gert alvarlegar athugsemdir við þennan gjörning og í dag hófu lögfræðingar félagsins undirbúning að því að stefna fyrirtækinu fyrir Félagsdóm vegna vanefnda á kjarasamningi.

Read more „Eiga kvóta en loka samt“

Aðalfundur Framsýnar í kvöld

Þá er komið að því, aðalfundur Framsýnar fer fram í kvöld, fimmtudag,  kl. 20:00. Í lok fundar verður boðið upp á kaffiveitingar og þá fá allir fundarmenn smá glaðning frá félaginu. Félagar fjölmennið og takið þátt í öflugu starfi félagsins.

Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu

Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær ásamt lögmönnum félagsins með forsvarsmönnum og lögfræðingum Vinnumálastofnunar. Tilefnið var ákvörðun fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hf. að beina starfsmönnum fyrirtækisins á Húsavík á atvinnuleysisbætur 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík og flytja starfsemina til Grindavíkur.  Read more „Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu“

Aðalfundarboð VÞ

Aðalfundur Verkalýðsfélags Þórshafnar fyrir árið 2013 verður haldinn í matsal Íþróttamiðstöðvarinnar miðvikudagskvöldið 14. maí n.k.og hefst  kl.20.00.  Venjuleg aðalfundarstörf. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Kaffiveitingar og smá glaðningur til félagsmanna.  Stjórnin

Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn

Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum.  AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda – en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti. Read more „Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn“

Sætta sig ekki við vinnubrögð Vísis hf. – lögfræðingar skoða málið

Framsýn hefur óskað eftir fundi með Vinnumálastofnun og lögfræðingum félagsins í næstu viku þar sem félagið telur ólöglegt að Vísir hf., beini starfsmönnum fyrirtækis á atvinnuleysisbætur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest.

Read more „Sætta sig ekki við vinnubrögð Vísis hf. – lögfræðingar skoða málið“

Hátíðarhöldin fóru vel fram

Fjölmenni var á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag eða um 600 gestir. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók saman og leyfði okkur að birta sem og þau myndbönd sem eru á heimasíðunni og tengjast hátíðarhöldunum. Meðal þeirra sem komu fram, voru Karlakórinn Hreimur, Hjalti Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Ragnar Bjarnason. Ræðumenn voru Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson.

Kristbjörg heiðruð fyrir vel unnin störf

Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar var heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á hátíðarhöldunum í dag. Henni var afhent gullmerki félagsins. Kristbjörg hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. maí. Þessi mikla baráttukona er vel að þessum sem heiðri komin. Sjá myndband frá heiðruninni.

Hátíðarræða formanns Framsýnar

Formaður Framsýnar kom víða við í ræðu sinni í dag, auk þess að fjalla um verkalýðsmál og ákvörðun Vísis um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík, kom fram, að hann fagnar 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hér má hlýða á ræðuna: