Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega

Ljóst er fjölmargir heimsækja  heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í hverri viku enda lifandi síða. Það er bæði til að sækja sér upplýsingar um kaup og kjör auk þess að lesa fréttir sem fjalla um starfsemi stéttarfélaganna.  Þá birtast einnig stundum áhugaverðar fréttir úr héraðinu sem fólk hefur gaman af að lesa. Read more „Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega“

Kröfugerð undirbúin

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Read more „Kröfugerð undirbúin“

Starfsmenn sveitarfélaga

Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar, munið fundinn á morgun þriðjudag 11. mars kl. 20:00 í fundarsal félagsins. Fundarefni: Mótun kröfugerðar. Áríðandi er að sem flestir starfsmenn sveitarfélaga innan Framsýnar komi og hafi áhrif á mótun kröfugerðarinnar.

Kynningar út um allt

Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í vikunni. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir innihald sáttatillögunnar.  Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um innihaldið og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Read more „Kynningar út um allt“