Verkmenntaskólinn á Akureyri og Þekkingarnet Þingeyinga munu bjóða upp á framhaldsnámskeið í vélgæslu ef næg þátttaka fæst. Þeir sem nú þegar hafa réttindi til að starfa sem vélaverðir á bátum upp að 12 metrum að lengd, fá að námi loknu réttindi til að starfa á bátum upp að 24 metrum að lengd. Read more „Framhaldsnámskeið í vélgæslu“
Skráningu að ljúka í Færeyjaferð
Um næstu helgi lýkur skráningu í stéttarfélagsferð Þingiðnar og Framsýnar til Færeyja í haust. Örfá sæti eru laus, verð kr. 95.000,-. Nánari upplýsingar um ferðina eru í síðasta Fréttabréfi stéttarfélaganna og hér inn á heimasíðu stéttarfélaganna. Read more „Skráningu að ljúka í Færeyjaferð“
Opið hús í Árholti í dag
Jón Gunnarsson bóndi var með opið hús í dag. Fjölmargir lögðu leið sína til Nonna í Árholti til að skoða nýja fjárhúsið og aðstöðuna sem er til mikillar fyrirmyndar. Gestum var boðið upp á kjötsúpu af bestu gerð og konfekt meðan kindurnar létu vel af ilmandi heyi. Read more „Opið hús í Árholti í dag“
Eintóm hamingja – verkakona skrifar
Eintóm hamingja, svo skrifar verkakona af Suðurlandinu til formanns Framsýnar sem biðst undan nafnbirtingu. Við birtum hér þessa ágætu grein með hennar leyfi. Greinin er svohljóðandi og fjallar um kjarmál: Read more „Eintóm hamingja – verkakona skrifar“
Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega
Ljóst er fjölmargir heimsækja heimasíðu stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í hverri viku enda lifandi síða. Það er bæði til að sækja sér upplýsingar um kaup og kjör auk þess að lesa fréttir sem fjalla um starfsemi stéttarfélaganna. Þá birtast einnig stundum áhugaverðar fréttir úr héraðinu sem fólk hefur gaman af að lesa. Read more „Allt að 9.542 heimsóknir á síðuna daglega“
Ær ber nafnið Framsýn
Þessi fallega ær ber nafnið Framsýn í höfuðið á stéttarfélaginu Framsýn í Þingeyjarsýslum. Hún er til heimils á stórbúi í Suður-Þingeyjarsýslu. Að sögn bóndans hefur ærin skilað góðum afurðum og þegar eignast nokkra afkomendur og stendur því vel undir nafni að mati bóndans. Read more „Ær ber nafnið Framsýn“
Ingveldur ráðin til Starfsendurhæfingar Norðurlands
Ingveldur Árnadóttir, iðjuþjálfi hefur verið ráðin í sérverkefni á vegum Starfsendurhæfingar Norðurlands með aðsetur á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík. Verkefninu er ætlað að standa í 3,5 mánuði, það er til loka maímánaðar. Ingveldur mun starfa náið með fagaðilum á svæðinu. Read more „Ingveldur ráðin til Starfsendurhæfingar Norðurlands“
Undirbúningur í fullum gangi
Starfsmenn sveitarfélaga á félagssvæði Framsýnar komu saman í gær til að undirbúa kröfugerð félagsins í komandi kjaraviðræðum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Unnið verður áfram í mótun kröfugerðarinnar næstu daga með það að markmiði að hún verði klár eftir helgina. Read more „Undirbúningur í fullum gangi“
Kröfugerð undirbúin
Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir góðum undirbúningsfundi í gær um mótun kröfugerðar fyrir starfsmenn sveitarfélaga. Félagið hafði áður óskað eftir samstarfi við Framsýn um kjarasamningsgerðina. Framsýn mun funda með starfsmönnum sveitarfélaga á félagssvæðinu í kvöld og ganga í kjölfarið frá kröfugerð. Read more „Kröfugerð undirbúin“
Starfsmenn sveitarfélaga
Samkomulag um kjör starfsmanna við hvalaskoðun
Þann 21. febrúar var samkomulag Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna hvalaskoðunar á Húsavík framlengt. Hér má skoða samkomulagið og viðbótina frá 21. febrúar 2014. Read more „Samkomulag um kjör starfsmanna við hvalaskoðun“
Glæsilegt fjárhús tekið í notkun
Jón Gunnarsson bóndi í Árholti á Tjörnesi vígði glæsilegt fjárhús í dag þegar hann rak ærnar úr gamla húsinu yfir í nýja húsið við hátíðlega athöfn. Húsið tekur um 400 kindur. Read more „Glæsilegt fjárhús tekið í notkun“
Tillaga kjörnefndar samþykkt
Um síðustu helgi rann út frestur félagsmanna til að koma með tillögur um félagsmenn í stjórnir og ráð á vegum Framsýnar, stéttarfélags fyrir næsta kjörtímabil sem eru tvö ár. Ekki bárust tillögur og skoðast því tillaga kjörnefndar sem lögð var fram fyrir nokkrum vikum samþykkt. Read more „Tillaga kjörnefndar samþykkt“
Samningur samþykktur á Þórshöfn
Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar samþykktu sáttatillögu ríkissáttasemjara. Read more „Samningur samþykktur á Þórshöfn“
Iðnaðarmenn samþykktu
Þá er búið að telja í atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara. Tillagan náði til kjarasamnings Þingiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Á kjörskrá voru 64, atkvæði greiddu 18 eða 28% félagsmanna. Read more „Iðnaðarmenn samþykktu“
Bræðslumenn sömdu í gærkvöldi
Verkalýðsfélag Þórshafnar og Samtök atvinnulífsins skrifuðu í gærkvöldi undir sérkjarasamning fyrir starfsmenn fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyja á Þórshöfn. Samningurinn nær til tæplega 20 starfsmanna. Read more „Bræðslumenn sömdu í gærkvöldi“
Sáttatillagan samþykkt hjá Framsýn
Nú er lokið atkvæðagreiðslu um sáttatillögu ríkissáttasemjara er varðar annars vegar kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins vegna starfsmanna á almenna vinnumarkaðinum og hins vegar kjarasamning Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins Read more „Sáttatillagan samþykkt hjá Framsýn“
Sundrung og stormasamir kjarasamningar
Þegar þetta er skrifað stendur yfir atkvæðagreiðsla um sáttatillögu ríkissáttasemjara sem hann lagði fram 21. febrúar 2014 í kjaradeilu Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins. Áður höfðu félagsmenn Framsýnar felld kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaður var 21. desember 2013. Read more „Sundrung og stormasamir kjarasamningar“
Kynningar út um allt
Verkalýðsfélag Þórshafnar stóð fyrir kynningu á sáttatillögu ríkissáttasemjara í vikunni. Gestur fundarins var Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir innihald sáttatillögunnar. Miklar og góðar umræður urðu á fundinum um innihaldið og stöðu verkalýðshreyfingarinnar. Read more „Kynningar út um allt“
Lífvörðurinn og Brúnó
Það vakti athygli er formaður Framsýnar fór um héruð í vikunni og heimsótti vinnustaði í Norður-Þingeyjarsýslu að með í för var fjallmyndarlegur ungur maður, Einar Magnús Einarsson. Höfðu menn á orði hvort formaðurinn væri kominn með lífvörð eftir öll átökin síðustu mánuði í verkalýðshreyfingunni. Read more „Lífvörðurinn og Brúnó“