Rétt í þessu var aðalfundi Framsýnar að ljúka. Góð mæting var á fundinn og voru fjölmörg mál á dagskrá fundarins. Þá var ályktað um atvinnumál og skorað á verðandi sveitarstjórnarmenn að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og aðrar ríkistofnannir á svæðinu. Nánar verður fjallað um fundinn síðar í kvöld og næstu daga. Read more „Aðalfundi Framsýnar lokið“
Aðalfundur Framsýnar stendur yfir
Eiga kvóta en loka samt
Eins og fram hefur komið boðaði Vísir hf. rekstrarstöðvun á Húsavík vegna hráefnisskorts með mánaðar fyrirvara. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa jafnframt tjáð starfsfólkinu að fiskvinnslu á vegum fyrirtækisins á Húsavík sé hætt. Framsýn hefur gert alvarlegar athugsemdir við þennan gjörning og í dag hófu lögfræðingar félagsins undirbúning að því að stefna fyrirtækinu fyrir Félagsdóm vegna vanefnda á kjarasamningi.
Aðalfundur Framsýnar í kvöld
Búið að framlengja samning við Erni – frábær kjarabót
Framsýn og Flugfélagið Ernir hafa gengið frá framlengingu á samningi aðila um sérstök flugfargjöld fyrir félagsmenn Framsýnar. Í samkomulaginu er ákvæði um að félagsmenn Starfsmannafélags Húsavíkur, Verkalýðsfélags Þórshafnar og Þingiðnar geti einnig flogið á þessu frábæra fargjaldi. Read more „Búið að framlengja samning við Erni – frábær kjarabót“
Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu
Fulltrúar Framsýnar funduðu í gær ásamt lögmönnum félagsins með forsvarsmönnum og lögfræðingum Vinnumálastofnunar. Tilefnið var ákvörðun fiskvinnslufyrirtækisins Vísis hf. að beina starfsmönnum fyrirtækisins á Húsavík á atvinnuleysisbætur 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest þar sem fyrirtækið hefur ákveðið að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík og flytja starfsemina til Grindavíkur. Read more „Framsýn leitar fulltingis dómstóla í Vísismálinu“
Aðalfundarboð VÞ
Funda með Vinnumálastofnun
Fulltrúar Framsýnar ásamt lögfræðingum félagsins munu funda með forsvarsmönnum Vinnumálastofnunar á morgun í Reykjavík vegna málefna starfsmanna fyrirtækisins Vísis hf. á Húsavík. Fundurinn verður í húsnæði Vinnumálastofnunar og hefst kl. 09:00. Read more „Funda með Vinnumálastofnun“
Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn
Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum. AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda – en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti. Read more „Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn“
Nánast ekkert starfsöryggi í fiskvinnslu- viðtal við formann Framsýnar
Það er með blendnum hug sem Húsvíkingar fagna frídegi verkalýðsins í dag. Hann er haldinn hátíðlegur í skugga þess að Vísir hf. í Grindavík hefur hætt fiskvinnslu sinni á Húsavík eftir um áratug á staðnum, en 60 manns unnu þar hjá fyrirtækinu.
Read more „Nánast ekkert starfsöryggi í fiskvinnslu- viðtal við formann Framsýnar“
Iðandi líf við höfnina á Kópaskeri
Það var fallegt vorveður á Kópaskeri í gær þegar bátarnir sem stunda grásleppuveiðar í Öxarfirði voru að koma í land með góðan afla. Það ver létt yfir sjómönnum sem sögðu veiðina vera búna vera góða síðustu dagana en verðið mætti vera betra fyrir hrognin. Read more „Iðandi líf við höfnina á Kópaskeri“
Ræða formanns Framsýnar 1.maí 2014
Þess hefur verið óskað að ræða formanns Framsýnar verði birt á heimasíðunni, ekki bara á myndbandi, og að sjálfsögðu verður orðið við þeirri beiðni. Read more „Ræða formanns Framsýnar 1.maí 2014“
Fjölsótt málþing á Kópaskeri
Sætta sig ekki við vinnubrögð Vísis hf. – lögfræðingar skoða málið
Framsýn hefur óskað eftir fundi með Vinnumálastofnun og lögfræðingum félagsins í næstu viku þar sem félagið telur ólöglegt að Vísir hf., beini starfsmönnum fyrirtækis á atvinnuleysisbætur frá og með 1. maí í stað þess að greiða þeim kjarasamningsbundinn uppsagnarfrest.
Read more „Sætta sig ekki við vinnubrögð Vísis hf. – lögfræðingar skoða málið“
Ávarp til heiðurs Kristbjörgu Sig.
Eins og fram hefur komið var Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar heiðruð á hátíðarhöldunum 1. maí. Hér má lesa ávarpið sem formaður Framsýnar fór með við það tækifæri:
Read more „Ávarp til heiðurs Kristbjörgu Sig.“
Hátíðarhöldin fóru vel fram
Fjölmenni var á hátíðarhöldum stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum í dag eða um 600 gestir. Hér má sjá myndband sem Rafnar Orri Gunnarsson tók saman og leyfði okkur að birta sem og þau myndbönd sem eru á heimasíðunni og tengjast hátíðarhöldunum. Meðal þeirra sem komu fram, voru Karlakórinn Hreimur, Hjalti Jónsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir og Ragnar Bjarnason. Ræðumenn voru Aðalsteinn Á. Baldursson og Ágúst Óskarsson.
Kristbjörg heiðruð fyrir vel unnin störf
Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar var heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu félagsins á hátíðarhöldunum í dag. Henni var afhent gullmerki félagsins. Kristbjörg hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður 15. maí. Þessi mikla baráttukona er vel að þessum sem heiðri komin. Sjá myndband frá heiðruninni.
Hátíðarræða formanns Framsýnar
Formaður Framsýnar kom víða við í ræðu sinni í dag, auk þess að fjalla um verkalýðsmál og ákvörðun Vísis um að loka starfstöð fyrirtækisins á Húsavík, kom fram, að hann fagnar 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hér má hlýða á ræðuna:
Fjölmenni á hátíðarhöldum
Mikið fjölmenni er samankomið á hátíðarhöldum stéttarfélaganna á Húsavík og er góður baráttuandi á fundinum sem hófst kl. 14:00. Í þessum töluðu orðum er Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar að flytja kröftuga hátíðarræðu og kemur hann víða við í máli sínu. Frekari fréttir af fundinum verða hér á heimasíðunni síðar í dag. Read more „Fjölmenni á hátíðarhöldum“
Allt á fullu í undirbúningi
Allt var á fullu í Íþróttahöllinni á Húsavík í gærkvöldi þegar stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar og Þingiðnar var að gera allt klárt fyrir hátíðarhöldin í dag.
Hægt verður að fylgjast með dagskránni á Facebook síðu Framsýnar: https://www.facebook.com/framsyn.stettarfelag



![IMG_6113-300x199[1]](http://www.framsyn.is/wp-content/uploads/2014/05/IMG_6113-300x1991-150x150.jpg)