Framsýn er mjög umhugað um starfsmenntun félagsmanna. Á árinu 2013 fengu 277 félagsmenn greiddar kr. 10.036.496,- í einstaklingsstyrki frá fræðslusjóðum í endurgreiðslur vegna náms eða námskeiða.
Þar af fengu:
120 félagsmenn greidda styrki úr Landsmennt kr. 4.852.649,-.
8 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sjómennt kr. 416.486,-.
17 félagsmenn fengu greidda styrki úr Ríkismennt kr. 584.394,-.
24 félagsmenn fengu greidda styrki úr Fræðslusjóði verslunar og skrifstofufólks kr. 781.213,-.
53 félagsmenn fengu greidda styrki úr Sveitamennt kr. 1.624.628,-.
Að auki fengu 55 félagsmenn sérstaka styrki úr Fræðslusjóði Framsýnar kr. 1.777.126,-. Fræðslusjóðirnir eru fjármagnaðir með framlögum frá stéttarfélögum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum sbr. ákvæði kjarasamninga. Það á þó ekki við um Fræðslusjóð Framsýnar sem hefur ekki fastan tekjustofn.
Farið yfir skýrslu stjórnar á aðalfundi Framsýnar. Þar kemur m.a. fram að félagsmenn fengu yfir 10 milljónir í fræðslustyrki á síðasta ári.