Litir og list á Mærudögum

Blaðamaður heimasíðu Framsýnar – stéttarfélags brá sér í stutta gönguferð til að kíkja á Mærudagsskreytingar, en með hverju árinu verða íbúar listfengari og duglegri á þessu sviði. Íbúar, gestir, fyrirtæki, stofnanir og þjónustuaðilar taka sig saman og glæða Húsavik appelsínugulum, grænum og bleikum skreytingum og listaverkum. Sjón er sögu ríkari.

Read more „Litir og list á Mærudögum“

Við bjóðum heim á Mærudögum – í bíó!!

Nýlega gaf Framsýn út áhugavert myndband um starfsemi félagsins og atvinnulífið í Þingeyjarsýslum. Myndbandið hefur fengið góða dóma og er mikið spilað (sjá www.framsyn.is – útgefið efni). Umsjónarmaður með gerð myndbandins var Rafnar Orri Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður. Framsýn mun verða með opið hús á föstudaginn og laugardaginn í fundarsal stéttarfélaganna (sjá meira).

  Read more „Við bjóðum heim á Mærudögum – í bíó!!“

RSK og fulltrúar Framsýnar í eftirlitsferð

Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Ríkisskattstjóri munu í sumar taka höndum saman á nýjan leik og ráðast í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli. Fulltrúar aðilanna þriggja munu heimsækja vinnustaði, kanna aðstæður, veita ráðgjöf og fræðslu um viðeigandi reglur og lagaramma og hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að gera nauðsynlegar úrbætur ef þurfa þykir. Yfirskrift átaksins er Leggur þú þitt af mörkum? Read more „RSK og fulltrúar Framsýnar í eftirlitsferð“

Ný og betri kjör fyrir félagsmenn

Framsýn, Þingiðn og Verkalýðsfélags Þórshafnar eru aðilar að Afsláttarkorti Alþýðusambands Norðurlands fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Kortið veitir félagsmönnum afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum,verslunum og veitingastöðum á félagssvæði Alþýðusambands Norðurlands (AN). Stjórnir félaganna vonast til að félagsmenn komi til með að nota kortið og nýta sér þá afslætti sem það býður upp á. Nánari upplýsingar má finna hér á   heimasíðu kortsins. Félagsmenn geta nálgast kortið á Skrifstofu stéttarfélaganna. Þar er einnig hægt að fá nánari upplýsingar. Read more „Ný og betri kjör fyrir félagsmenn“

Hlaupahátíð í Fnjóskadal – Fjögurra skóga hlaupið

 

Margt skemmtilegt og áhugavert er á döfinni í Þingeyjarsýslum þessa dagana. Eitt af því er mikil hlaupahátíð í Fnjóskadal og Vaglaskógi, þegar hið árlega „Fjögurra skóga hlaup“ verður haldið laugardaginn 27. júlí n.k..

Hlaupið sem fram fer í Fnjóskadal. Þar er hlaupið er eftir skógivöxnum hlíðum dalsins, eftir göngustígum, troðningum og malarvegum, yfir mela og lyngmóa, eftir bökkum Fnjóskár sem liðast silfurtær eftir dalnum endilöngum.

Read more „Hlaupahátíð í Fnjóskadal – Fjögurra skóga hlaupið“

Framsýn fundar á miðvikudaginn

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar kemur saman til fundar miðvikudaginn 17. júlí kl. 17:00 í fundarsal stéttarfélaganna. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Inntaka nýrra félaga
  3. Húsnæðismál
  4. Vaðlaheiðargöng-trúnaðarmaður
  5. Staða samningamála fyrir starfsfólk við hvalaskoðun
  6. Samningur við Fjallalamb hf.
  7. Stofnanasamningur HÞ.
  8. Önnur mál

„Leggur þú þitt af mörkum?“

Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins og Ríkisskattstjóri  hafa í sumar tekið höndum saman á nýjan leik og ráðist í sérstakt átak til þess að hvetja bæði atvinnurekendur og launafólk til að standa rétt að samningum sín í milli.

Í átakinu er tekjuskráning fyrirtækja athuguð auk skil á viðeigandi sköttum og opinberum gjöldum. Þá er farið yfir skil á lögbundnum gjöldum til stéttafélaganna, ráðningasamningar skoðaðir og innt eftir vinnustaðaskírteinum. Starfsmenn við störf eru teknir tali og skráðir niður. Read more „„Leggur þú þitt af mörkum?““

Reiknað og reiknað – jafnlaunaátak

Mynd: Við afhendingu gjafar frá Framsýn stéttarfélagi til Sjúkraþjáflunar Húsavíkur (Heilbrst. og Dv. Hvammur) árið 1994. Að undangengni umræðu og þrýstingi að hálfu umönnunarstétta, samþykkti ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sérstakt framlag til jafnlaunastefnu hjá starfsmönnum ríkisins. 

Framsýn stéttarfélag og Heilbrigðisstofnun Þingeyinga hafa átt samskipti og fundi til að útfæra þessa væntanlegu 4,8% hækkun hjá kvennastéttum hjá ríkinu. Stefnt er að því að gengið verði frá útfærslum strax eftir sumarleyfi og þá liggi fyrir hvernig hækkuninni verði ráðstafað til starfsmanna. Framsýn stéttarfélag reiknað með að umsamdar hækkanir á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga gildi afturvirkt frá 1. mars 2013.

Kjarasamningar á hvalaskoðunarbátum

Fulltrúar Framsýnar hafa um langt skeið óskað eftir því við hvalaskoðunarfyrirtækin á Húsavík að gerður verði kjarasamningur fyrir starfsmenn á hvalaskoðunarbátum. Lengi vel drógu fyrirtækin lappirnar en á endanum vísuðu þau kjarasamningsgerðinni til Samtaka atvinnulífsins. Ekki gekk að ná kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og var deilunni því vísað til Ríkissáttasemjara. Hann er því með stjórn á viðræðum um gerð kjarasamnings. Síðustu vikur hafa verið þreifingar í gangi og á næstu dögum ræðst hvort kjarasamningur næst í þessari lotu.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Norðursigling – hvalaskoðun, Gentle Giant – hvalaskoðun og Sölkuveitingar – hvalaskoðun. Fjöldi starfsmanna þessara fyrirtækja hafa sett sig í samband við Framsýn – stéttarfélag síðustu misseri og lýst óánægju sinni með það óöryggi sem fylgir því að ekki sé fyrir hendi kjarasamningur (ákvæði um kaup, starfskjör, réttindi og skyldur) um störf þeirra.

Sprengingar hafnar

Í síðustu viku var haldinn annar samráðsfundur með Íslenskum aðalverktökum aðalverktaka í jarðagangnagerð undir Vaðlaheiði og stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslu- og Eyjarfjarðarsýslusvæðinu. Aðalsteinn sótti fundinn fyrir Framsýn og Þingiðn. Rædd voru ýmis mál sem snerta stöðu starfsmanna og framvinda verkefnisins kynnt. Stærstu fréttirnar eru þær að starfsmönnum fer smátt og smátt fjölgandi á svæðinu og sprengingar (formleg jarðgangnagerð) hófst í s.l. viku.  

Mikilvægt fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu

Nú er ferðamannaiðnaðurinn í hámarki í Þingeyjarsýslum, innlendir og erlendir ferðamenn sækja okkur heim, njóta einstakrar náttúru Þingeyjarsýslna og vöru og þjónustu frá fjöldanum af frábærum þjónustuaðilum í ferðaþjónustu.

Á þessum tíma rignir inn fyrirspurnum um starfskjör og vinnuaðstæður starfsmanna í ferðaþjónustu. Á starfssvæði Framsýnar – stéttarfélags starfa nokkur hundruð félagsmenn við ferðaþjónustu á  þessum annatíma.

Því er vel við hæfi að fara yfir nokkur atriði sem skipta máli fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu.

Read more „Mikilvægt fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu“

Viðræður við Fjallalamb hf.

Í dag  hófust viðræður milli Framsýnar og Fjallalambs hf. á Kópaskeri  um ákveðnar breytingar á kjörum starfsmanna við sláturtíðina í haust m.v. gildandi kjarasamning. Reiknað er með að viðræðunum ljúki eftir helgina með samkomulagi. Góður andi er í viðræðunum enda vilji samningsaðila að ganga frá málinu í sátt og samlyndi.

Fundað með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs

Formaður Framsýnar fór í dag í heimsókn til starfsmanna Vatnajökulsþjóðgarðs sem hafa aðsetur í Ásbyrgi. Farið var yfir starfsumhverfi, kjör og stofnannasamning  sem gildir fyrir störf landvarða. Framsýn mun fylgja eftir þeim hugmyndum sem fram komu á fundinum, næst þegar stofnanasamningurinn verður endurskoðaður. Framsýn á aðild að samningnum í gegnum Starfsgreinasamband Íslands. Read more „Fundað með starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs“