Fengu greiddar 106 milljónir í atvinnuleysisbætur

Atvinnuástandið hefur allt frá hruni heldur verið að lagast á félagssvæði Framsýnar. Það sýna tölur Vinnumálastofnunar en 209 félagsmenn komu inn á atvinnuleysisskrá árið 2013. Félagsmenn Framsýnar fengu greiddar kr. 105.778.040,- í atvinnuleysisbætur á árinu 2013. Mótframlög frá Vinnumálastofnun námu 8.462.243,-. Samtals gera þessar greiðslur kr. 114.240.283,-. Sambærileg tala fyrir árið 2012 er kr. 150.336.961,-.

Deila á