GPG á toppnum

GPG-Fiskverkun á Húsavík greiddi mest allra launagreiðenda í iðgjöld til Framsýnar eða samtals kr. 9,3 milljónir árið 2013. Sveitarfélagið Norðurþing greiddi mest árið áður eða samtals 8,1 milljón í iðgjöld til félagsins. Innifalið í upphæðinni eru félagsgjöld starfsmanna og kjarasamningsbundin iðgjöld launagreiðenda til Framsýnar. 

Hér má sjá listann með nöfnum þeirra launagreiðenda sem eru á toppnum varðandi greiðslu iðgjalda til Framsýnar: 

G.P.G. Seafood ehf.
Sveitarfélagið Norðurþing
Brim hf.
Norðlenska matarborðið ehf.
Vísir hf. 

Fyrir liggur að Vísir hf. hefur ákveðið að hætta rekstri á Húsavík. Á árinu 2013 greiddi fyrirtækið 4,8 milljónir í iðgjöld til Framsýnar sem tapast nú þegar fyrirtækið hefur ákveðið að hætta starfsemi.

 GPG-Fiskverkun greiðir mest í iðgjöld til Framsýnar um þessar mundir sem staðfestir mikilvægi fyrirtækisins fyrir svæðið.

Deila á