Sumarferð stéttarfélaganna á morgun

Sumarferð stéttarfélaganna er á morgun. Farið verður frá Húsvík í fyrramálið áleiðis út á Langanes með viðkomu í Kelduhverfi og á Þórshöfn. Við verðum með nánari fréttir og myndir úr ferðinni hér á heimasíðunni eftir helgina.

Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.

Ungur kassastarfsmaður stakk upp á því við eldri konu að hún fengi sér margnota innkaupapoka í stað plastpoka þar sem þeir væru slæmir fyrir náttúruna. Konan afsakaði sig og útskýrði „við höfðum ekki þessa grænu vakningu þegar ég var ung.“ Ungi kassastarfsmaðurinn svaraði, „Það er vandamál okkar í dag. Þín kynslóð var of kærulaus um umhverfið til að vernda náttúruna fyrir kynslóðir framtíðarinnar.“  Read more „Amma svarar fyrir sig! Smá léttmeti fyrir helgina.“

Láttu ekki plata þig til að vera verktaki!

Því miður eru alltof mörg dæmi um að atvinnurekendur reyni að gera launþega að verktökum til að losa sig undan kjarasamningsbundnum greiðslum. Slíkt er með öllu óheimilt nema hægt sé að sína fram á með skýrum hætti að viðkomandi sé verktaki. Því miður átta launþegar sig ekki alltaf á því hvað það þýðir fyrir þá að vera verktakar. Read more „Láttu ekki plata þig til að vera verktaki!“

Styður heilshugar uppbyggingu á Bakka

Að gefnu tilefni vill iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, taka fram að hún styður heilshugar atvinnuuppbyggingu á Bakka og reyndar um land allt. Hennar markmið er að eiga gott samstarf við heimamenn og aðra þá sem koma að verkefninu á Bakka við Húsavík svo það geti orðið að veruleika. Til viðbótar má geta þess að Ragnheiður greiddi fyrir málinu með því að styðja það þegar það var til umræðu á Alþingi í vor.

Í hvaða liði er iðnaðarráðherra?

Iðnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir, var í viðtali á Sprengisandi  á sunnudaginn. Í þættinum var m.a.  komið inn á atvinnuuppbyggingu á Bakka. Þættir úr viðtalinu voru síðan spilaðir í morgunþætti Bylgjunar í gær auk þess sem fjallað er um málið á Eyjunni. Það er afar athyglisvert að hlusta á viðtalið fyrir áhugamenn um atvinnuuppbyggingu á Bakka. Read more „Í hvaða liði er iðnaðarráðherra?“

Stórkostlegum áfanga náð

Fyrr í dag skrifuðu fulltrúar Framsýnar og Samtaka atvinnulífsins undir samkomulag um kjör, tryggingar og réttindi starfsmanna við hvalaskoðun á Húsavík. Samtök atvinnulífsins höfðu umboð hvalaskoðunarfyrirtækjanna til að ganga frá samningi við Framsýn en þrjú fyrirtæki stunda hvalaskoðun frá Húsavík.

Samningurinn markar tímamót þar sem ekki hefur verið til heildstæður samningur fram að þessu um kaup og kjör fólks sem starfar við þessa ört vaxandi atvinnugrein á Íslandi. Með samningnum sýna því Húsvíkingar ákveðið frumkvæði hvað varðar að hafa þessi þýðingarmiklu mál í lagi. Read more „Stórkostlegum áfanga náð“