Heimsókn í Reykjahlíðarskóla

Stéttarfélögunum er bæði  ljúft og skylt að taka þátt í fræðslu ungmenna um réttindi og skyldur þeirra á vinnumarkaði. Þá er mikilvægt að allir launþegar séu meðvitaðir um hlutverk stéttarfélaga og áhrif félagsmanna á starfsemi þeirra.Í lok apríl heimsótti Huld starfsmaður stéttarfélaganna unglingadeild Reykjahlíðarskóla, þar hitti hún fyrir hugsandi ungmenni sem voru vel með á nótunum og spurðu góðra spurninga enda höfðu mörg hver stigið sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum. (Myndin er tekin af heimasíðu Reyjahlíðarhlíðar)

Deila á