Ertu verktaki eða starfsmaður?

Það er mikill munur á því að vera launamaður eða verktaki og mikilvægt að fólk átti sig á í hverju munurinn felst. Sem launamaður ertu með ráðningasamning og safnar réttindum á vinnumarkaði, atvinnurekandinn sér um að greiða af þér skatta og þess háttar og þú ert varinn af lögum sem launamaður. Ef þú ert verktaki ertu í raun að selja þjónustu og þú átt í viðskiptum án þess að njóta réttinda sem launamaður eða ávinna þér slíkt. Read more „Ertu verktaki eða starfsmaður?“

Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir vonbrigðum með áherslur nýrrar ríkisstjórnar eins og þær birtast í fjárlagafrumvarpinu. Frumvarpið ber þess merki að fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar var að rýra verulega tekjustofna ríkisins. Þannig var veiðileyfagjald útgerðarinnar lækkað um milljarða á sumarþingi og virðisaukaskattur á ferðaþjónustuna lækkaður. Read more „Mikil vonbrigði með fjárlagafrumvarpið“

Raunfærnimat í skipstjórn

Ef þú ert orðinn 25 ára og  hefur starfað á sjó í 5 ár eða lengur og hefur áhuga á að ná þér í stýrimanns- og skipstjórnarréttindi þá gæti raunfærnimat hentað þér. Raunfærnimat í skipstjórn miðar að því að meta þá færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Metið er upp í nám í skipstjórn á B stigi (45.m. skip). Read more „Raunfærnimat í skipstjórn“

Fundað út og suður!

Um þessar mundir er mikil undirbúningur í gangi á vegum Starfsgreinasambands Íslands varðandi komandi kjaraviðræður við atvinnurekendur. Fulltrúar Framsýnar taka virkan þátt í þessari vinnu. Á morgun hefur t.d. verið boðað til fundar í Reykjavík um málefni starfsfólks í fiskeldi, fiskvinnslu og ferðaþjónustu.

Frá Botnsvatni til Berlínar

Um gildi hollrar hreyfingar þarf ekki að efast lengur. Hreyfing og þolþjálfun í ca. 30 mín. 4-6 sinnum í viku hefur geysilegt forvarnargildi gagnvart flestum líkamlegum kvillum og sjúkdómum. Hreyfing styður ónæmiskerfið þannig að við verðum ekki eins útsett fyrir pestum og innflúensum. Áhrif hreyfingar á stoðkerfið eru mjög jákvæðar, hún styrkir bein og vöðva, hjálpar við þyngdarstjórnun og dregur úr verkjum. Read more „Frá Botnsvatni til Berlínar“

Verulegur bati á vinnumarkaði

Nýjustu tölur af vinnumarkaði benda til þess að mun meiri gangur sé í honum um þessar mundir en raunin var í fyrra, og virðist staða hans ekki hafa verið betri síðan fyrir hrun. Stingur þetta talsvert í stúf við nýlegar tölur frá eftirspurnarhlið hagkerfisins. Á sama tíma og dregið hefur úr atvinnuleysi og starfandi fólki er að fjölga, sem ætti að öllu jöfnu að ýta undir vöxt í einkaneyslu, benda nýlegir hagvísar til þess að lítill vöxtur sé í einkaneyslu. Read more „Verulegur bati á vinnumarkaði“