Fundur á vegum SGS um kjaramál

Fulltrúar frá þeim 16 stéttarfélögum innan Starfsgreinasambands Íslands sem samþykkt hafa að veita sambandinu samningsumboð munu funda á Hótel Heklu á Suðurlandi á fimmtudag og föstudag. Á fundinum verður unnið að kröfugerð sambandsins, skipað í undirnefndir, farið yfir verklag og gengið frá forgangskröfum. Tveir fulltrúar verða frá Framsýn á fundinum, formaður og varaformaður.

Fréttabréfið klárt

Rétt í þessu var Fréttabréf stéttarfélaganna að koma úr prentun. Að venju er þetta vinsæla blað fullt af fréttum og fróðleik úr starfi stéttarfélaganna. Það mun berast lesendum á föstudaginn eða strax eftir helgina.

Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður

Framsýn, stéttarfélag hefur síðustu mánuði unnið að mótun kröfugerðar vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Félagið hefur haldið  félagsfundi um kjaramál og vinnustaðafundi þar sem kjaramál hafa verið til umræðu. Þá hefur félagið einnig ályktað um kjaramál þar sem stefnu félagsins hefur verið komið á framfæri út í samfélagið. Gengið var frá endanlegri kröfugerð félagsins í gær. Read more „Telja langtímasamning ekki koma til greina miðað við núverandi aðstæður“

Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks

Framsýn og Starfsmannafélag Húsavíkur standa fyrir áhugaverðum fundi um áhrif vaktavinnu á heilsufar fólks. Fundurinn verður í fundarsal stéttarfélaganna í kvöld, þriðjudaginn 10. september kl. 20:00 og er öllum opinn. Tveir góðir frummælendur verða á fundinum. Það eru þau Júlíus K. Björnsson sálfræðingur og Lára Sigurðardóttir læknir. Sjá auglýsingu:  Read more „Opinn fundur í kvöld um áhrif vaktavinnu á líðan fólks“

Grillað í fallegu haustveðri

Starfsmenn stéttarfélaganna ásamt fjölskyldum komu saman í skógarlundi fyrir ofan Húsavík á föstudagskvöldið þar sem komið hefur verið upp aðstöðu fyrir fólk til að grilla sér til gamans og yndisauka. Starfsmenn voru að undirbúa sig fyrir vetrarstarfið en framundan eru krefjandi tímar í starfi stéttarfélaganna, ekki síst þar sem kjarasamningar eru almennt lausir þegar líður á veturinn.

Read more „Grillað í fallegu haustveðri“

Fegurð og fallegt veður

Veðrið hér norðan heiða hefur verið með miklum ágætum í haust. Fólk hefur verið duglegt að njóta útiverunnar. Meðal þess sem fólk hefur gert er að fara í berjamó til að týna ber. En aðrir hafa gengið um landið og virt fyrir sér alla fegurðina sem er í næsta umhverfi. Hér koma nokkrar myndir úr Húsavíkurlandi sem teknar voru um helgina af ritstjóra Heimasíðu stéttarfélaganna sem fékk sér göngutúr um bæjarlandið um helgina. Sjá myndir: Read more „Fegurð og fallegt veður“

Gengið frá kröfugerð um helgina

Framsýn er um þessar mundir að ganga frá kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna við atvinnurekendur. Reiknað er með að þau sambönd sem félagið á aðild að, Starfsgreinasamband Íslands, Landssamband ísl, verslunarmanna og Sjómannasamband Íslands fari með samningsumboð félagsins enda markmiðið að fulltrúar Framsýnar verði virkir í umræðunni sem fram fær næstu vikurnar á vegum sambandanna. Read more „Gengið frá kröfugerð um helgina“

Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar

Að undanförnu hafa birst í Morgunblaðinu greinar eftir Árna Bjarnason formann FFSÍ og Aðalstein Árna Baldursson formann Framsýnar.  Í grein Árna 28. ágúst sl. er vikið að kjarasamningi LS við SSÍ, FFSÍ og VM.   Vegna þess sem þar kemur fram ákvað framkvæmdastjóri LS,  Örn Pálsson að senda frá sér svohljóðandi yfirlýsingu um helgina. Read more „Athugasemdir gerðar við skrif Árna Bjarnasonar“

Réttað í Hraunsrétt í dag

Það var mikið líf á Hraunsrétt í Aðaldal í dag sem er drottning íslenska fjárrétta. Gott veður var í Aðaldalnum í dag þrátt fyrir slæmar veðurspár frá veðurfræðingum. Bændur voru almennt ánægðir með daginn sem og sá mikli fjöldi gesta sem var á staðnum í dag. Sumir segja að það hafi verið meira um mannfólk en fólk fé á réttunum í dag. Sjá myndir: Read more „Réttað í Hraunsrétt í dag“

Gangnamenn til fjalla

Þar sem slæm veðurspá er framundan hafa bændur víða í Þingeyjarsýslum ákveðið að fara í göngur. Reiknað er með slæmu veðri á föstudag og laugardag. Vitað er að bændur í Reykjahverfi, Mývatnssveit og Aðaldal eru þegar farnir í göngur. Þá hafa Frístundabændur á Húsavík ákveðið að fara í göngur á morgun og samkvæmt heimildum eru bæði bændur á Tjörnesinu og í Kelduhverfi í startholunum. Read more „Gangnamenn til fjalla“