Framsýn á fjöll

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félagsins munu fara á Þeistareyki á miðvikudaginn til að kynna sér framkvæmdirnar sem þar eru í gangi og miða að því að þar rísi orkustöð fyrir væntanlega stóriðju á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson starfsmaður Landsvirkjunar mun taka á móti hópnum og fræða hann um framkvæmdirnar og stöðu mála. Read more „Framsýn á fjöll“

Ga, ga stjórnsýsla

Það hefur verið mjög sérstakt að fylgjast með umræðunni um flutning á Fiskistofu til Akureyrar. Samkvæmt fréttum bauð sjávarútvegsráðherra starfsmönnum 3 milljónir í flutningsstyrk tækju þeir ákvörðun um að flytjast til Akureyrar með stofnuninni. Á sama tíma ætlar annar ráðherra í þessari blessaðri ríkistjórn að loka þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík. Read more „Ga, ga stjórnsýsla“

Hafa áhyggjur af stöðu mála – veiðiheimildir tapast

Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Framsýnar fyrir helgina kom fram að menn hafa miklar áhyggjur af þeim mikla flutningi sem verið hefur á aflaheimildum frá Húsavík í önnur byggðalög. Þar eru menn að horfa til þess að sjávarútvegsfyrirtækið Vísir hf. í Grindavík fór með verulegan kvóta úr bænum þegar þeir tóku ákvörðun um að hætta starfsemi á Húsavík í vor og þá hafa nokkrir kvótahafar á félagssvæði Framsýnar selt veiðiheimildirnar í burtu af svæðinu. Read more „Hafa áhyggjur af stöðu mála – veiðiheimildir tapast“

Ár Þingeyinga – Freyju Dögg heim!!

Kínverjar eru þekktir fyrir sín tímatöl s.s.  ár drekans, ár boðberans, ár Grímsstaða og svo framvegis. Varðandi ráðningar hér norðan heiða í lykilstöður á vegum ríkisins er hins vegar hægt að tala um ár Þingeyinga þegar horft er til þess hverjir hafa valist í þessar mikilvægu stöður í fjórðungnum. Á hliðarlínunni sitja forráðamenn Akureyrar með sárt ennið og sleikja sárin þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um að Norðurland sé eitt atvinnusvæði. Já tárin streyma niður vota vanganna. Read more „Ár Þingeyinga – Freyju Dögg heim!!“

Samið við Keahótel ehf

Stéttarfélögin hafa gengið frá áframhaldandi samningi við Keahótel um sérstök afsláttarkjör fyrir félagsmanna til viðbótar niðurgreiðslum frá félögunum. Hótelin sem verða í boði eru; Hótel Kea og Hótel Norðurland á Akureyri og Reykjavík Lights í Reykjavík. Stéttarfélögin hafa ekki áður boðið félagsmönnum upp á gistingu á Reykjavík Lights. Read more „Samið við Keahótel ehf“

Samhent fjölskylda

Eins og fram hefur komið eru göngur og réttir í fullum gangi í Þingeyjarsýslum. En það eru ekki bara bændur sem standa vaktina. Hér má sjá hjónin Róbert Skarphéðinsson og Ágústu Pálsdóttur sem fönguðu lamb eftir töluverðan eltingaleik við Orkustöðina á Húsavík ásamt dóttir þeirra sem ber nafnið Jana Björg Róbertsdóttir. Lambið reyndist vera úr Laxamýri. Read more „Samhent fjölskylda“

Viðræður við Keahótel

Stéttarfélögin eiga í viðræðum við Keahótel um endurnýjun á samningi félaganna og hótelkeðjunar um afsláttarkjör fyrir félagsmenn sem gista á hótelum á þeirra vegum á Akureyri og í Reykjavík. Reiknað er með að samningar takist, jafnvel, síðar í dag. Frekari fréttir koma um leið og samningar hafa tekist.

Myndbrot um mannlífið á Húsavík

Hér má sjá myndbrot frá göngum og réttum sem fram fóru um helgina er frístundabændur og búalið á Húsavík gengu á fjöll og smöluðu fé úr afrétti Húsvíkinga. Þeir bræður Rafnar Orri og Harry Bjarki Gunnarssynir vinna nú að gerð heimildarmyndar um samfélagið á Húsavík þar sem komið verður inn á atvinnumál, menningu, íþróttir og mannlíf á svæðinu.  Þeir gengu á fjöll um helgina og mynduðu frístundabændur á Húsavík við sín störf sem fylgja haustinu, það er göngur og réttir. Um er að ræða dýrmæta heimild sem á eftir að lifa lengi.