Framsýn á fjöll

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar ásamt starfsmönnum félagsins munu fara á Þeistareyki á miðvikudaginn til að kynna sér framkvæmdirnar sem þar eru í gangi og miða að því að þar rísi orkustöð fyrir væntanlega stóriðju á Bakka við Húsavík. Hreinn Hjartarson starfsmaður Landsvirkjunar mun taka á móti hópnum og fræða hann um framkvæmdirnar og stöðu mála.
Jákvæðar fréttir bárust frá Þýskalandi í dag. Fjármögnun vegna verkefnisins á Bakka gengur vel og eru menn bjartsýnir á að allar áætlanir gangi eftir og framkvæmdir hefjist á árinu 2015 við uppbyggingu á Bakka. Það þýðir að reisa þarf orkustöð á Þeistareykjum sem er ætlað að skaffa iðnaðinum á Bakka orku. Fjöldi iðnaðarmanna og verkamanna eru um þessar mundir við störf á Þeistareykjum.
Deila á