Ga, ga stjórnsýsla

Það hefur verið mjög sérstakt að fylgjast með umræðunni um flutning á Fiskistofu til Akureyrar. Samkvæmt fréttum bauð sjávarútvegsráðherra starfsmönnum 3 milljónir í flutningsstyrk tækju þeir ákvörðun um að flytjast til Akureyrar með stofnuninni. Á sama tíma ætlar annar ráðherra í þessari blessaðri ríkistjórn að loka þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Húsavík. Heildarkostnaður við starfsmanninn á ársgrundvelli eru 3 milljónir. Er ekki svolítið  undarlegt að ríkistjórnin telji eðlilegt að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir í flutningsstyrk meðan þeir telja sig ekki geta haldið úti starfsmanni á Húsavík sem mikil þörf er fyrir og kostar ríkið 3 milljónir á ári? Svona stjórnsýsla er einfaldlega ekki í lagi.
Það þykir eðlilegt að bjóða starfsmönnum Fiskistofu 3 milljónir í flutningsstyrk meðan það þykir eðlilegt að leggja niður starf á Húsavík á vegum Vinnumálastofnunar sem kostar ríkið 3 milljónir á ári. Því miður hefur Eygló Harðardóttir ekki séð ástæðu til þess að verða við beiðni Framsýnar um fund til að ræða málið, það er að Vinnumálastofnun falli frá áformum sínum um að loka á Húsavík 1. desember. Áhuginn er ekki meiri á þeim bænum.
Deila á