Fréttabréf væntanlegt

Fréttabréf stéttarfélaganna fór í prentun í dag og er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Að venju er blaðið fullt af fréttum. Sérstaklega er fjallað um vinnustaðaheimsóknir undanfarna mánuði sem og samninga sem félögin hafa gert varðandi gistimöguleika félagsmanna í Reykjavík og á Akureyri.

Góðu þingi ASÍ lokið

41. þing Alþýðusambands Íslands fór fram í síðustu viku á Hótel Nordica í Reykavík. Um 300 fulltrúar sátu þingið frá aðildarfélögum ASÍ, en rúmlega 100 þúsund félagsmenn eru innan sambandsins. Það er því óhætt að segja að ASÍ sé fjöldahreyfing. Helstu málefni þingsins voru kjaramál, vinnumarkaðsmál, velferðarmál og jafnréttismál. Read more „Góðu þingi ASÍ lokið“

Þarft þú að senda frakt?

Framsýn hefur gengið frá samningi við Flugfélagið Erni um 30% afslátt af frakt sem félagsmenn þurfa að senda með flugfélaginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Samkomulagið gildir jafnframt fyrir félagsmenn Þingiðnar, Starfsmannafélags Húsavíkur og Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Samfélag fyrir alla

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst í næstu viku, það er miðvikudaginn 22. október og stendur fram á föstudag. Þingið ber yfirskriftina, Samfélag fyrir alla, jöfnuður og jöfn tækifæri. Framsýn á rétt á fjórum fullrúum og Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga rétt á einum fulltrúa hvort félag. Hægt verður að fylgjast með þinginu og helstu málefnum inn á heimasíðu Alþýðusambandsins www.asi.is.

Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg

Félagsmönnum býðst ódýr gisting og morgunverður á RÁÐHÚSIÐ APARTMENT HOTEL, sem er góður kostur fyrir þá sem dvelja tímabundið á Akureyri.  Félagsmenn kaupa gistiávísun á skrifstofu stéttarfélaganna og bóka gistingu á hótelinu.  Nánari upplýsingar á www.radhusid.is s. 571 7201 .Vetrarverð 2014-15 til félagsmanna er: Read more „Íbúðarhótel í boði á Akureyri við Ráðhústorg“