Samfélag fyrir alla

41. þing Alþýðusambands Íslands hefst í næstu viku, það er miðvikudaginn 22. október og stendur fram á föstudag. Þingið ber yfirskriftina, Samfélag fyrir alla, jöfnuður og jöfn tækifæri. Framsýn á rétt á fjórum fullrúum og Þingiðn og Verkalýðsfélag Þórshafnar eiga rétt á einum fulltrúa hvort félag. Hægt verður að fylgjast með þinginu og helstu málefnum inn á heimasíðu Alþýðusambandsins www.asi.is.
Deila á