Undirbúningur á fullu

Fulltrúar aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands sitja nú á fundum í Reykjavík. Unnið er að því að klára mótun á kröfugerð sem lögð verður fyrir forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins í kjölfarið. Að kröfugerðinni standa 16 félög inna Starfsgreinasambandsins. Svo kölluð Flóabandalagsfélög standa þar fyrir utan eins og hefð er fyrir. Formaður Framsýnar, Aðalsteinn Á. Baldursson, tekur þátt í þessari vinnu fh. Framsýnar. Fundað verður fram á föstudag.
Formaður Framsýnar er í Reykjavík þar sem unnið er að því að klára mótun á kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands.
Deila á