Fundur í stjórn Framsýnar

Stjórn Framsýnar kemur saman til fundar  þriðjudaginn 9. desember  kl. 17:00 í fundarsal félagsins. Meðal mála sem verða til umræðu eru málefni Vinnumálastofnunar, vinnustaðaheimsóknir og kjara- og atvinnumál.

Þingmenn svara

Framsýn hefur skorað á þingmenn kjördæmisins að gefa upp afstöðu þeirra til þess að Vinnumálastofnun loki þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Húsavík eftir mánuð, það er 1. desember. Svör eru farin að berast. Fyrstur til að svara er Kristján L. Möller sem skrifar til félagsins: Read more „Þingmenn svara“

Fréttabréf væntanlegt

Fréttabréf stéttarfélaganna fór í prentun í dag og er væntanlegt til lesenda á næstu dögum. Að venju er blaðið fullt af fréttum. Sérstaklega er fjallað um vinnustaðaheimsóknir undanfarna mánuði sem og samninga sem félögin hafa gert varðandi gistimöguleika félagsmanna í Reykjavík og á Akureyri.