N1 kortið í boði

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum hafa endursamið við N1 um afsláttarkjör fyrir félagsmenn. Í boði er afsláttur á bensíni, bílaþjónustu, bílatengdum rekstrarvörum og veitingum. Félagsmenn geta nálgast kortin á Skrifstofu stéttarfélaganna. Helstu afslættir eru; 10% af veitingum og sælgæti, 12% af bílatengdum vörum og ýmsum rekstrarvörum og 12% af bílaþjónustu. Þá er 7 króna afsláttur af dæluverði á hvern lítra.

Merkingum komið fyrir á Skrifstofu stéttarfélaganna

Um þessar mundir eru iðnaðarmenn að setja upp merkingar á Skrifstofu stéttarfélaganna en húsnæði stéttarfélaganna var tekið í gegn í sumar að utanverðu og því þótti við hæfi að endurnýja upplýsingar um félögin sem verið hafa á utan á húsinu. Reiknað er með að uppsetningu á nýjum merkingum á Skrifstofu stéttarfélaganna ljúki í dag.g260216 006g260216 005g260216 008

Fundað um frekara samstarf

Fulltrúar frá Framsýn og Verkalýðsfélagi Þórshafnar komu saman á Þórshöfn í gær til að fara yfir samstarf félaganna sem hefur verið farsælt í gegnum tíðina. Hugmyndir eru uppi um breytingar á samstarfinu sem verða til umræðu innan félaganna á næstu vikum.

Eftirlitsferð í göngin

Formaður Framsýnar tók þátt í fundi um öryggismál í Vaðlaheiðargöngum fyrir helgina en hann situr í sérstökum starfshóp fyrir þau stéttarfélög sem aðkomu eiga að göngunum í gegnum félagsmenn sem þar starfa. Almennt eru öryggismálin í lagi og sem betur fer hefur verið mjög lítið um óhöpp og slys. Vaðlaheiðargöng eru veggöng sem verið er að gera undir Vaðlaheiði við Eyjafjörð. Göngin eru um 7,2 km í bergi milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals og heildarlengd vegskála er 280m, samtals 7,5 km. Með göngunum styttist vegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur um 16 km og ekki þarf lengur að fara um Víkurskarð sem er fjallvegur þar sem færð spillist gjarnan að vetrum. Um þessar mundir er lokið við að grafa um 4.779 metra eða um 66% af göngunum.

trunnamskeid0216 007
Sjá mátti félagsmenn Framsýnar við störf við göngin fyrir helgina.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðan tekin með Landsneti

Fulltrúar frá Landsneti voru á Húsavík á dögunum og funduðu meðal annars með fulltrúum Framsýnar en framundan eru stórframkvæmdir á vegum Landsnets á svæðinu. Þess má geta að tilboð í undirbúningsvinnu vegna byggingar tveggja 220 kílóvolta (kV) háspennulína á Norðausturlandi, Þeistareykjaínu 1 og Kröflulínu 4, voru opnuð hjá Landsneti fyrir helgina. Á heimasíðu Landsnets kemur fram að tveir verktakar hafi boðið í báða verkhlutana og verkið í heild en tveir buðu bara í undirbúning Kröflulínu 4.
Verkið felur í sér gerð vegslóðar með línunum tveim sem lagðar verða milli Kröflustöðvar, Þeistareykja og Bakka við Húsavík, ásamt gerð hliðarslóða og vinnuplana við möstur, efnisútvegun og framleiðslu undirstaða, stagfesta og stálhluta og jarðvinnu við niðurlögn undirstaða og stagfesta. Línuleiðin er rúmur 61 km og möstrin 193 talsins og skal undirbúningsvinnu við Kröflulínu 4 lokið 1. ágúst 2016 en allri undirbúningsvinnu vegna beggja línanna skal lokið að fullu 1. október 2016.

Tilboð yfir kostnaðaráætlun
Kostnaðaráætlun fyrir undirbúningsvinnu línanna tveggja hljóðar upp á rúmlega 810 milljónir króna og var útboðið þrískipt. Hægt var að bjóða sérstaklega í undirbúning hvorrar línu fyrir sig en einnig verkið allt – en þó því aðeins að viðkomandi hefði þá líka skilað inn tilboðum í undirbúning hvorrar línu fyrir sig.

Alls bárust tilboð frá fjórum aðilum, þar af frá tveimur í undirbúning beggja línanna sem og verkið í heild en tveir aðilar buðu bara í undirbúningsvinnu vegna Þeistareykjalínu 1. Árni Helgason átti lægra tilboðið í undirbúning hennar, um 469,5 milljónir króna (kostnaðaráætlun 386,4 milljónir) en G. Hjálmarsson átti lægsta tilboðið í undirbúning Kröflulínu 4, um 448,5 milljónir króna (kostnaðaráætlun 430 milljónir).

Landsnet mun nú fara yfir tilboðin og bera þau saman. Á grundvelli þeirrar niðurstöðu verður síðan gengið til samninga við þann eða þá aðila sem eiga hagstæðasta tilboð, að því gefnu að hann eða þeir uppfylli kröfur um hæfi.

Aukið orkuöryggi á Norðausturlandi
Tenging Þeistareykjavirkjunar við iðnaðarsvæðið á Bakka og tenging við meginflutningskerfið er umtalsverður þáttur í þeirri iðnaðaruppbyggingu sem hafin er á Norðausturlandi. Öflug tenging við meginflutningskerfið tryggir jafnframt enn betur orkuöryggi íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Verklok við byggingu línanna eru áætluð haustið 2017. Unnið verður við slóðagerð og undirstöður í sumar en vinna við yfirbyggingu og strengingu leiðara fer að mestu fram sumarið 2017. (landsnet.is)

trunnamskeid0216 019
Formaður Framsýnar er hér ásamt fulltrúum Landsnets. Þeir eru Þórarinn Bjarnason og Árni Sæmundsson.

Atkvæðagreiðsla í gangi

Félagsmenn Framsýnar og Verkalýðsfélags Þórshafnar eiga að hafa fengið kjörgögn í hendur til að greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands. Um er að ræða félagsmenn þessara félaga sem starfa eftir kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins annars vegar og Starfsgreinasambands Íslands og Landssambands ísl. verslunarmanna hins vegar. Félagsmenn sem fá ekki kjörgögn í hendur, en telja sig hafa kjörgengi, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofur félaganna. Atkvæðagreiðsla hefst kl. 08:00 þann 16. febrúar og stendur til hádegis þann 24. febrúar.

Framsýn
Verkalýðsfélag Þórshafnar

Velheppnað trúnaðarmannanámskeið

Framsýn, stéttarfélag stóð fyrir trúnaðarmannanámskeiði fyrir helgina. Mætting á námskeiðið var verulega góð en um 25 trúnaðarmenn tóku þátt í námskeiðinu. Auk þess að sitja á námskeiði áttu trúnaðarmennirnir saman góða kvöldstund þar sem farið var í golf auk þess sem menn borðuðu saman góðan kvöldverð á veitingastaðnum Sölku. Ungir trúnaðarmenn voru áberandi á námskeiðinu enda greinilega verulegur áhugi meðal ungs fólks að taka þátt í starfi Framsýnar. Sjá myndir:trunnamskeid0216 112trunnamskeid0216 006trunnamskeid0216 008trunnamskeid0216 026trunnamskeid0216 032trunnamskeid0216 047trunnamskeid0216 131trunnamskeid0216 138trunnamskeid0216 152trunnamskeid0216 050trunnamskeid0216 067trunnamskeid0216 062trunnamskeid0216 096trunnamskeid0216 111

Undirboð á vinnumarkaði í formi ólaunaðrar vinnu /“sjálfboðaliðastörf“ – Skoðun ASÍ

Gera verður skýran greinarmun á ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi annars vegar og ólaunaðri samfélagslegri vinnu (sjálfboðavinnu) hins vegar. Ólaunuð vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði (í hagnaðarskyni) oft í samkeppni við fyrirtæki í sömu atvinnustarfsemi, felur í sér óásættanleg undirboð á íslenskum vinnumarkaði og stenst hvorki kjarasamninga né lög. Dæmi um efnahagslega starfsemi þar sem gjarnan finnst fólk í ólaunaðri vinnu skv. athugun ASÍ er fyrst og fremst við ýmiss konar ferðaþjónustu, nánar tiltekið vinnu á kaffi- og veitingahúsum, á gistiheimilum og hótelum, hestaleigum og við hellaskoðanir auk ýmiskonar blandaðra starfa á sveitabýlum og/eða við bændagistingu.
Rétt er að taka fram að fæði og húsnæði geta verið hluti af endurgjaldi fyrir vinnu. Í sumum kjarasamningum er tiltekið að starfsmaður skuli fá fæði og húsnæði sér að kostnaðarlausu auk kjarasamningsbundinna launa. Í öðrum samningum er heimild atvinnurekanda til að draga af kjarasamningsbundnum launum starfsmanns vegna fæðis og húsnæðis sem honum er lagt til en þó með miklum takmörkunum. Forsendan er alltaf sú að kjarasamningum sé fylgt. Það þýðir að ráðningarsamningur sé gerður, lágmarkslaun að minnsta kosti greidd og gefinn út launaseðill þar sem fram koma laun og önnur starfskjör og heimilaðir frádráttarliðir. Allt endurgjald fyrir vinnu skal síðan telja fram skatts og skila hinu opinbera, stéttarfélögum og sjóðum því sem þeirra er. Ólaunuð vinnu við efnahagslega starfsemi þýðir að atvinnurekendur sem nota hana hagnast á kostnað samneyslunnar og skapa sér bæði ósanngjarnt og ólöglegt samkeppnisforskot á markaði. ASÍ hefur óskað eftir ákvarðandi bréfi frá RSK um þetta efni.
Ólaunuð vinna borgara frá löndum utan EES við efnahagslega starfsemi þýðir að viðkomandi fyrirtæki gerast brotleg við lög um atvinnuréttindi útlendinga og baka sér refsiábyrgð í leiðinni.
Úrræði s.s. á grundvelli laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur og samninga ASÍ og SA um vinnustaðaeftirlit og útlendinga á íslenskum vinnumarkaði færa stéttarfélögum starfsmanna sem hagsmuna eiga að gæta fjölmörg úrræði til að takmarka undirboð á vinnumarkaði með ólaunaðri vinnu.
Einstaklingar sem „ráða sig“ í ólaunaða vinnu njóta ekki tryggingaverndar eins og kjarasamningar kveða á um og gagnvart sjúkra- og almannatryggingakerfinu njóta þeir mjög takmarkaðra réttinda. Almennt má álykta að viðkomandi einstaklingar njóti mjög takmarkaðrar tryggingaverndar.
ASÍ og aðildarsamtök þess munu ekki þola undirboð á vinnumarkaði og brot sem felast í ólaunaðri vinnu í efnahagslegri starfsemi. Jafnframt hefur ASÍ kallað eftir samstarfi við stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins um að uppræta slíka brotastarfsemi.

Sungið og spilað á Húsavík í dag

Börn og unglingar á Húsavík og reyndar fullorðnir líka hafa farið víða í dag til að syngja og spila fyrir starfsmenn fyrirtækja, verslana og stofnana. Meðal vinnustaða sem heimsóttir hafa verið er Skrifstofa stéttarfélaganna. Sjá skemmtilegar myndir frá heimsóknum í dag á skrirfstofuna, takk fyrir okkur:oskudagur0216 007oskudagur0216 011oskudagur0216 015oskudagur0216 017oskudagur0216 018oskudagur0216 019oskudagur0216 020oskudagur0216 023oskudagur0216 028oskudagur0216 030oskudagur0216 047oskudagur0216 043oskudagur0216 051oskudagur0216 049oskudagur0216 053oskudagur0216 057
oskudagur0216 054
oskudagur0216 058oskudagur0216 055oskudagur0216 061

Starf í boði á Skrifstofu stéttarfélaganna

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum leita að öflugum liðsmanni til starfa hjá félögunum á Húsavík. Starfsmanninum er ætlað að gegna eftirlitsstarfi með kjörum og réttindum starfsmanna er tengjast atvinnuuppbyggingu á Bakka við Húsavík auk þess að sinna almennu vinnustaðaeftirliti. Þá er starfsmanninum ætlað að vinna almenn störf á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík s.s. túlkun kjarasamninga.

Hæfniskröfur:
 Góð mannleg samskipti
 Góð enskukunnátta
 Góð tölvukunnátta

Skriflegum umsóknum skal skilað í lokuðu umslagi á Skrifstofu stéttarfélaganna Garðarsbraut 26, 640 Húsavík fyrir 25. febrúar 2016. Þá er einnig hægt að senda umsóknina á netfangið kuti@framsyn.is fyrir auglýstan frest.

Forstöðumaður Skrifstofu stéttarfélaganna, Aðalsteinn Árni Baldursson, veitir frekari upplýsingar um starfið.

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum eru ein öflugustu stéttarfélög landsins en um 2.700 félagsmenn eru innan þessara félaga. Á skrifstofu félaganna á Húsavík starfa fimm starfsmenn. Hægt er fræðast frekar um starfsemi félaganna á heimasíðu félaganna www.framsyn.is

Framsýn, stéttarfélag
Þingið, félag iðnaðarmanna
Starfsmannafélag Húsavíkur

Lífið á Þeistareykjum um þessar mundir

Þrátt fyrir vetrarveður er framkvæmdum fram haldið á Þeistareykjum, bæði utan og innan húss. Eftirlitsmenn frá Framsýn og Vinnumálastofnun fóru fyrir helgina í sameiginlega eftirlitsferð um svæðið. Heilsað var upp á innlenda og erlenda starfsmenn auk þess sem menn voru spurðir út í vinnustaðaskírteini sem starfsmönnum ber að hafa.  Því miður voru ekki allir starfsmenn undirverktakana með skírteini. Þeim var gefinn kostur á að laga það, að öðrum kosti verði þeir sektaðir í samræmi við gildandi lög um Vinnustaðaskírteini.

lnsbakki0216 022

lnsbakki0216 026

lnsbakki0216 005

lnsbakki0216 001

Góðir gestir frá Borgarhólsskóla

Í vikunni fékk skrifstofa stéttarfélaganna góða gesti frá Borgarhólsskóla í heimsókn. Um var að ræða nemendur í 10. bekki. Þessa dagana standa yfir þemadagar hjá þeim, þar sem
„gömlu“ námsgreinarnar eru lagðar til hliðar, þess í stað takast þau á við praktísk viðfangsefni. Í heimsókn sinni á skrifstofu stéttarfélaganna fengu þau upplýsingar um starfsemi Framsýnar – stéttarfélags, réttindi og skyldur á vinnumarkaði, ráð í starfsleit, upplýsingar um ráðningu og tímaskrift. Önnur viðfangsefni þeirra þennan dag voru m.a. fjármálafræðsla og baráttusaga verkalýðshreyfingarinnar. Almennt virtust unglingarnir bjartsýn á störf n.k. sumar, flest eru að huga að starfi í sumar og nokkur þeirra eru nú þegar að starfa með skólanum. Eitt það mikilvægasta sem ungir þátttakendur þurfa að huga að þegar þeir fara á vinnumarkað er að skrá niður vinnutímann, í því augnarmiði að bera hann síðan samann við launaseðilinn. Gott verkfæri er nú til staðar til að nota við tímaskriftina, ASÍ hefur látið þróa App sem ætlað er til að halda utan um tímaskrift. Appið er aðgengilegt og auðvelt í notkun. Það hefur hlotið nafnið KLUKK og er aðgengilegt fyrir tölvur og allar tegundir síma í forritabönkunum App store og Play store.

lnsbakki0216 034

Ágúst Óskarsson starfsmaður stéttarfélaganna tók á móti ungum nemendum úr Borgarhólsskóla og gerði þeim grein fyrir starfsemi stéttarfélaga. Nemendurnir komu í þremur hópum.

Fáir á félagsfundi um kjaramál

Það voru ekki margir sem lögðu leið sína á sameiginlegan fund Framsýnar og Þingiðnar um nýgerðan kjarasamning Samtaka atvinnulífsins og aðildarfélaga Alþýðusambandsins. Á fundinum sem haldinn var í vikunni var farið yfir helstu atriði samningsins og fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar um samninginn. Á næstu dögum munu þeir sem hafa atkvæðisrétt um samninginn fá kjörgögn í hendur.

lnsbakki0216 020lnsbakki0216 016lnsbakki0216 033

Ótrúleg aðsókn að heimasíðu stéttarfélaganna

Samkvæmt vefmælinum fóru 2.401 notandi inn á heimasíðu stéttarfélaganna í síðustu viku. Í því sambandi má geta þess að um 1500 gestir fóru inn á síðuna föstudaginn 29. janúar þegar heimasíðan fjallaði um áform Samkaupa að taka verslanir keðjunnar í gegn á Húsavík og opna nýjar og glæsilegar verslanir í vor. Greinilegt er að margir eru áhugasamir um verslanir á svæðinu. Til viðbótar má geta þess að gestir síðunnar koma ekki bara frá Íslandi heldur er þó nokkuð um heimsóknir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Póllandi.

lnsbakki0216 021

lnsbakki0216 036

 

Heimasíða stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum er án nokkurs vafa vinsælasta heimasíða stéttarfélaga á Íslandi.

Sandfell ehf. auglýsir eftir starfsmönnum

Byggingafyrirtækið Sandfell auglýsir hér með eftir starfsmönnum á Bakka við Húsavík. Fyrirtækið er um þessar mundir að reisa vinnubúðir á svæðinu. Vöntun er á smiðum og vönum byggingaverkamönnum. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Hreiðar Hermannsson í síma 8222222.

lnssandfell0116 004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mikil vöntun er um þessar mundir á iðnaðarmönnum og verkamönnum vegna framkvæmdanna á Bakka við Húsavík.

Víða miklar framkvæmdir í bænum

Óhætt er að segja að víða séu miklar framkvæmdir í gangi á Húsavík. Í því sambandi má geta þess að Olís stendur fyrir miklum breytingum á húnsæði félagsins á Húsavík. Verið er að stækka verslunina um helming auk þess sem aðstaða fyrir gesti utanhús verður með miklum ágætum með útsýni yfir Skjálfanda og höfnina en verönd verður gerð við vesturhliðina. Reiknað er með að allt verði klárt með vorinu. Sjá myndir sem teknar voru af iðnaðarmönnum og verkamönnum við störf í vikunni.efling0116 023

efling0116 022

efling0116 007

efling0116 018

 

Framkvæmdir hafnar á Bakka

Flokkur manna frá verktakafyrirtækinu LNS Saga eru byrjaðir að reisa verksmiðjuna á Bakka sem samanstendur af nokkrum byggingum. Eftirlitsfulltrúi Framsýnar var á staðnum í dag og tók þessar myndir við það tækifæri.

lnsbakki0216 024lnsbakki0216 037lnsbakki0216 040lnsbakki0216 047lnsbakki0216 039lnsbakki0216 042lnsbakki0216 049

 

 

Auglýsing – Nefndir og ráð Verkalýðsfélags Þórshafnar 2016-2018

Auglýsing um kjör í trúnaðarstöður hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar fyrir næsta kjörtímabil, 2016-12018.

Aðalstjórn: Vinnustaður:
1. Svala Sævarsdóttir formaður Langanesbyggð
2. Kristín Kristjánsd. varaformaður Verkalýðsf.Þórshafnar
3. Hulda I.Einarsdóttir ritari Ísfélag Vestmannaeyja
4. Sigríður Jónsdóttir gjaldkeri Leikskólinn Barnaból
5. Sigfús Kristjánsson meðstjórnandi Geir Þh.150
Til vara:
6. Ari Sigfús Úlfsson Ísfélag Vestmannaeyja
7. Kristín Alfreðsdóttir Húsmóðir
8. Guðrún Þorleifsdóttir Samkaup
9. Þorsteinn V.Þórisson B.J. Vinnuvélar
10.Kamila K.Swierczewska Feðgin ehf

Sjúkrasjóður:
1. Svala Sævarsdóttir Langanesbyggð
2. Líney Sigurðardóttir Bókasafn Langanesbyggðar
3. Kristinn Lárusson Ísfélag Vestmannaeyja
Til vara:
4. Kristín Kristjánsdóttir Verkalýðsfélag Þórshafnar
5.Rúnar Þór Konráðsson Ísfélag Vestmannaeyja

Trúnaðarráð:
(stjórn, varastjórn, 5 menn og 5 til vara)
1.Svanur Snæþórsson Ísfélag Vestmannaeyja
2.Halldóra S.Ágústsdóttir Samkaup
3.Hjörtur Harðarson B.J.vinnuvélar
4.Sigríður Hólm Alfreðsdóttir Dvalarheimilið Naust
5.Hildur Kristín Aðalbjörnsdóttir Nemi-Húsmóðir
Til vara:
6. Sigurborg Hulda Sigurðard Ísfélag Vestmannaeyja
7. Lilja Ólafsdóttir Grunnskólinn á Þórshöfn
8. Stefán Benjamínsson Ísfélag Vestmannaeyja
9. Marta Uscio Ísfélag Vestmannaeyja
10.Bjarnheiður Jónsdóttir K.N.A.veitingar
Siðanefnd:
Sólveig Sveinbjörnsdóttir formaður Langanesbyggð
Sigríður Ósk Indriðadóttir Leikskólinn Barnaból
Jóhannes Jónasson Dawid smiður ehf
Til vara:
Hulda Kristín Baldursdóttir Dvalarheimilið Naust
Friðrik Jónsson Ísfélag Vestmannaeyja

Kjörstjórn
1.Eyþór Jónsson Íþróttamiðstöðin Verið
2.Dagbjört Aradóttir Langanesbyggð
Til vara:
3.Aðalbjörg Jónasdóttir Húsmóðir
4.Níels Þóroddsson Ísfélag Vestmannaeyja
Orlofssjóður:
Stjórn Verkalýðsfélagsins hverju sinni.

Félagskjörnir endurskoðendur:
1. Elfa Benediktsd. Ísfélag Vestmannaeyja
2. Steinunn Leósdóttir Leikskólinn Barnaból
Til vara:
3.Magnús Þorláksson Ísfélag Vestmannaeyja.

Heimilt er hverjum fullgildum félaga að koma með breytingartillögu
um félaga í einstakar trúnaðarstöður eða koma fram með nýja heildartillögu
samkvæmt lögum félagsins. Gefinn er frestur til 15.febrúar 2016 til að skila inn nýjum tillögum. Þeim skal skilað á skrifstofu félagsins á Þórshöfn.
Komi til kosninga fara þær eftir lögum ASÍ

Þórshöfn 21.janúar 2016

Stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Jóna áfram formaður DVF innan Framsýnar

Aðalfundur Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar var haldinn fimmtudaginn 28. janúar. Þrátt fyrir dræma mætingu voru góðar umræður um kjaramál, verslun og þjónustu á Húsavík sem var umræðuefni kvöldsins. Gestur fundarins var Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sem fór yfir nýjan kjarasamning sem nýverið var undirritaður og kemur til atkvæðagreiðslu í febrúar. Hann kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar Samkaupa á Húsavík en á vordögum munu þeir opna endurbættar verslanir undir merkjum Nettó (áður Úrval) og Kjörbúðar (áður Kaskó)
Þá fóru fram stjórnarkjör og er stjórn deildarinnar þannig skipuð: Jóna Matthíasdóttir formaður, Jónína Hermannsdóttir og Birgitta Bjarney Svavarsdóttir og í varastjórn sitja Emilía Aðalsteinsdóttir og Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir.

urvaladalfund0116 019

Flottar konur, formaður og varaformaður Deildar verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar, Jóna og Jónína. Ánægðar með kjörið.

urvaladalfund0116 041

Jóna formaður gerði grein fyrir skýrslu stjórnar.

urvaladalfund0116 004

Nína var fundarstjóri og keyrði fundinn áfram.

urvaladalfund0116 013

Gestur fundarins, Aðalsteinn Árni, fór yfir stöðu kjaramála og gerði fundarmönnum grein fyrir áformum Samkaupa að gera verulegar breytingar á verslunarhúsnæði keðjunnar á Húsavík sem almenn ánægja er með.

urvaladalfund0116 011

Menn voru nokkuð ánægðir með fundinn eins og þessi mynd ber með sér.

Breytingar á skrifstofuhúsnæði stéttarfélaganna í útboð

Aðildarfélög Skrifstofu stéttarfélaganna hafa ákveðið að bjóða út framkvæmdir við breytingar á húsnæði félaganna að Garðarsbraut 26. Um er að ræða breytingar á efri hæðinni í átta skrifstofur, kaffistofu og eldhús. Hægt verður að nálgast útboðsgögn á Skrifstofu stéttarfélaganna frá og með þriðjudeginum 9. febrúar 2016. Nánari upplýsingar gefur Aðalsteinn Árni Baldursson á Skrifstofu stéttarfélaganna.