Um síðustu helgi fór hópur sauðfjárbænda í Suður- Þingeyjarsýslu í heimsóknir á fjóra bæi í sýslunni sem vakið hafa töluverða athygli fyrir fjárrækt. Dæmi er um að þeir hafi verið verðlaunaðir fyrir góða ræktun. Bæirnir sem voru heimsóttir voru, Grund í Grýtubakkahreppi, Þverá í Dalsmynni og Stórutjarnir og Hrifla í Þingeyjarsveit. Móttökurnar voru alls staðar til mikillar fyrirmyndar. Sjá myndir úr ferðinni: