Já sæll, þvílík dagskrá 1. maí!!

Að venju standa stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2016 kl. 14:00 í tilefni af baráttudegi verkafólks. Ræðumaður dagsins verður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Dagskráin er í bland byggð upp á listamönnum úr héraðinu og landsþekktum skemmtikröftum.

Dagskráin er eftirfarandi:

• Ávarp: Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar, stéttarfélags

• Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi Steinþór Þráinsson. Undirleikari Steinunn Halldórsdóttir

• Hátíðarræða: Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ

• Söngur og grín: Stefán Jakobsson ásamt Andra Ívarssyni flytja nokkur lög og grínast milli laga.

• Gamanmál: Gísli Einarsson sjónvarpsmaður og skemmtikraftur

• Söngur: Friðrik Ómar Hjörleifsson og Jógvan Hansen syngja nokkur þekkt dægurlög eins og þeim einum er lagið

Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn/alþjóðasöng verkalýðsins í upphafi samkomunnar og Jóna Matthíasdóttir stjórnar samkomunni með stæl.
Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.

Þingeyingar og landsmenn allir, fjölmennum í höllina og drögum fána að hún á hátíðar- og baráttudegi verkafólks 1. maí 2016.

Framsýn, stéttarfélag
Starfsmannafélag Húsavíkur
Þingiðn, félag iðnaðarmanna

IMG_2637

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
Hátíðarhöldin á Húsavík 1. maí hafa verið ein fjölmennustu á landinu í gegnum tíðina enda mikið vandað til dagskrárinnar á þessum mikilvæga degi. Svo verður einnig í ár svo búast má við miklu fjölmenni sem er afar ánægjulegt.
Deila á