Á morgun klukkan 11:30 verður haldinn fundur með starfsfólki LNS Bakkavegur en starfsstöð þeirra er á iðnaðarsvæðinu á Húsavíkurhöfða.
LNS Bakkavegur sér um borun jarðgangna í gegnum Húsavíkurhöfða og veglagningu á iðnaðarsvæðið á Bakka. Á fundinn mun því mæta starfsmenn sem starfa við sprengingar, borun, jarðvinnu og fleira í þeim dúr. Á fundinum verður rætt um almenn málefni starfsmanna og kosinn trúnaðarmaður.