Félögum í Framsýn fjölgar og fjölgar

Alls greiddu 2.378 félagsmenn til Framsýnar- stéttarfélags á árinu 2014 en greiðandi félagar voru 2.265 árið 2013. Greiðandi félagsmönnum fjölgaði því milli ára um 113 eða um 5%. Samkvæmt samþykkt stofnfundar félagsins frá 1. maí 2008 er ekki lengur miðað við sérstakt lágmarksgjald svo menn teljist fullgildir félagsmenn heldur teljast þeir félagsmenn sem greiða til félagsins á hverjum tíma og ganga formlega í félagið. Um síðustu áramót voru gjaldfrjálsir félagsmenn samtals 243, það eru aldraðir og öryrkjar sem ekki eru á vinnumarkaði. Þá má geta þess að 401 launagreiðendur greiddu til Framsýnar á síðasta ári og fjölgaði þeim um 55 á milli ára. Árið á undan greiddu 346 launagreiðendur til félagsins.

Fyrirtækjum sem greiða iðgjöld til Framsýnar fjölgar milli ára sem og félagsmönnum.

Deila á