Orlofsuppbót 2015

Samtök atvinnulífsins hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500.

Nánari upplýsingar er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem er opin félagsmönnum samtakanna.

Deila á