Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag

Tveir sjómenn voru heiðraðir á Húsavík í dag, það voru bræðurnir Pétur og Skarphéðinn Olgeirssynir. Athöfnin fór fram í sal  Miðhvamms þar sem Slysavarnardeild kvenna stóð fyrir sjómannadagskaffi. Fjölmenni var við athöfnina sem fór vel fram. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar sagði nokkur orð og rakti sjómannsferil þeirra bræðra sem má lesa hér: Read more „Pétur og Skarphéðinn heiðraðir í dag“

Rífandi stemning á Raufarhöfn

Framsýn stóð fyrir sínu árlega sumarkaffi á Raufarhöfn síðasta föstudag. Boðið var upp á kaffi og tertur sem kvenfélagið á staðnum lagði til. Forsvarsmenn Framsýnar voru á staðnum og gafst gestunum tækifæri á að eiga samræður við þá. Um hundrað manns nýtu sér tækifærið og tóku þátt í gleðinni á Raufarhöfn. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í boðinu. Read more „Rífandi stemning á Raufarhöfn“

Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum

Einn besti handboltamaður sem Ísland hefur alið, varnartröllið Sverre Andreas Jakobsson frá Akureyri, kom við hjá formanni Framsýnar í gær og átti ágætis samræður við hann auk þess sem þeir tókust á í sjómanni. Hart var barist og lengi vel var mikið jafnræði með varnartröllinu og verkalýðsforingjanum. Eftir um klukkutíma rimmu og nokkur leikhlé hafði tröllið frá Akureyri betur. Read more „Varnartröllið tók á verkalýðsforingjanum“

Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.

Almennt verkafólk og verslunar og skrifstofufólk. Þriðjudaginn 9.júní nk.kl.20.00 verður haldinn kynningarfundur um nýgerða kjarasamninga á milli Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og Landsambands íslenskra verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins sem undirritaðir voru þann 29.maí sl. Read more „Áríðandi fundur – Félagsmenn Verkalýðsfélags Þórshafnar.“

Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir

Samiðn ásamt félögum iðnaðarmanna sem eru í samstarfi um endurnýjun á almenna kjarasamningnum við Samtök atvinnulífsins, þ.e. MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ samþykktu í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna heimild til verkfallsboðunar. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00. Read more „Félagsmenn Þingiðnar samþykktu verkfallsaðgerðir“

Meginkröfur SGS í höfn

Samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands hefur undirritað nýjan kjarasamning vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði. Í upphafi viðræðna fór Starfsgreinasambandið fram með þá skýru kröfu að lágmarkslaun yrðu 300 þúsund krónur innan þriggja ára. Auk þess var lögð áhersla á sérstakar hækkanir hjá starfsfólki í útflutningsgreinum. Read more „Meginkröfur SGS í höfn“

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði

Ríkisstjórnin hefur kynnt aðgerðir í 11 liðum til að greiða fyrir kjarasamningum en stefnt er að undirritun samninga Flóabandalagsins, verslunarmannafélaganna og Starfsgreinasambandsins við SA milli klukkan 14 og 15 í dag. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er svohljóðandi: Read more „Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði“

Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk

Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning LÍV og Samtaka atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Deild verslunar- og skrifstofufólks innan Framsýnar á aðild að samningnum.Lægstu launataxtar hækka um 31,1% eða kr. 64.208 á samningstímanum. Lágmarkstekjur verða 300 þúsund krónur á mánuði frá maí árið 2018. Read more „Nýr kjarasamningur undirritaður fyrir verslunar- og skrifstofufólk“